Ég myndi ráðleggja þér það já!!! Ekki beint pína það í brokk…brokkið er öllum hestum eðlislægt. Þó að sumir kunni það varla. Ef tryppið BARA töltir og skeiðar…þá stífnar það óeðlilega í bakinu, og verður þannig “forever”. Það getur fengið vöðvabólgu, og getur ekki hreyft sig eins frjálslega og hross ættu að geta. Það krefst mikillar vinnu að fá skeiðlagin hross til að brokka, en það fer svo miklu betur með bakið á hrossunum ef þau geta brokkað. Brokkspírur í gerðið, út í móa eða ef í hart...