Menn geta rifist endalaust um hvað Atli átti að gera og hvað ekki en það sem er mest svekkjandi við leikinn er alger skortur á skipulagi - það var ekki lið sem kom fram fyrir Íslands hönd í dag heldur 11 einstaklingar sem voru ekki að virka saman. Hlutverk þjálfara er alltaf að móta lið úr þeim efnivið sem hann hefur og hver þjálfari heldur upp á ákveðna taktík og er með ákveðna uppstillingu sem hann notar mest en Atli hefur algerlega brugðist að púsla saman liði. Menn voru óvissir hvar þeir...