Þetta síðasta svar staðfestir bara það sem ég sagði um að nota megi álit manna á RUV sem eins konar þroskamæli. Sá sem skrifar “neyddur” með einföldu, hefur þörf fyrir að nota blótsyrði, auk þess að færa ekki rök fyrir skoðunum sínum fær ekki háa einkunn hjá mér. Það er vissulega sumt ágætt á Skjá einum en þar er líka alveg botnlaus leiðindi eins og Innlit-útlit, og endalaus lágkúra svo sem Temptation island, Djúpa laugin, Survivor, Bachelor. Ég get ekki borið þetta efni saman við Sopranos,...