Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Shimotsuki
Shimotsuki Notandi frá fornöld 300 stig
=)

Barbaro allur (0 álit)

í Hestar fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Sigurvegari Kentucky Derby veðhlaupsins árið 2006, Barbaro, hefur nú verið felldur aðeins fjögurra vetra gamall. Þessi hestur sigraði hjörtu margra aðdáenda veðhlaupa með sigri sínum í þessu stærsta og mest um talaða veðhlaupi sem fram fer í Bandaríkjunum á ári hverju. Margir telja að Barbaro hafi átt raunverulega möguleika á að vinna svokallaða “Triple Crown” (þrjár krúnur) veðhlauparöðina og binda endi á 20 ára bið eftir nýjum sigurvegara allra þriggja. Hins vegar voru það ekki örlög hans...

Æskan og hesturinn (10 álit)

í Hestar fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Ég ákvað að skella mér á sýninguna “Æskan og hesturinn” í dag og loks fá að sjá hvers vegna þessi sýning er jafn vinsæl og raun ber vitni. Ég verð að byrja á því að segja að þetta var stórglæsileg sýning og greinilegt að mikið hefur verið í hana lagt. Ekki er verra að aðgangur var ókeypis. Mig langar einnig að biðjast velvirðingar fyrirfram ef ég skyldi birta rangar upplýsingar, rugla félögum og annað þess efnis. Hefði helst þurft að hafa sýningarskrá. ;) Sýningin byrjaði á...

American Gods (4 álit)

í Bækur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Bókin American Gods er eftir Neil Gaiman sem einnig er þekktur fyrir Sandman bækur sínar. Hann á um tuttugu ára feril sem rithöfundur að baki og hefur unnið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín á þeim tíma. - Aðalpersóna American Gods er Shadow. Hann er við það að ljúka þriggja ára afplánun fyrir líkamsárás í byrjun bókarinnar og lætur sig hlakka til að geta hitt eiginkonu sína og hefur ákveðið að halda sig langt frá öllu veseni það sem eftir er. Skömmu áður en afplánun hans...

Glepileg jól! (10 álit)

í Hestar fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Nú langar mig að óska öllum þeim sem stunda hestamennsku, koma nálægt henni eða þessu áhugamáli sem og öllum ‘almennum’ hugurum gleðilegra jóla. – Einnig langar mig að nota tækifærið og hrósa ykkur fyrir aukinn fjölda af skemmtilegum greinum sem hafa borist upp á síðkstið. Það eru notendurnir sem eru númer eitt tvö og þrjú í tilvist áhugamála eins og þessa. Þið eruð æðisleg. ^^ Annars er best að maður fari að skræla kartöflurnar núna.. friður sé með yður yfir hátíðirnar og ekki gleyma...

Íslensk nöfn? (11 álit)

í Hestar fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Eitt sem hefur alltaf pirrað mig er að þýða greinar um hesta. Af hverju? Jú, það eru einfaldlega of mörg orð og hugtök sem einfaldlega hafa ekki verið þýdd yfir á okkar áskæra, ylhýra tungumál. ;) Nú er ég enginn ofstækisfullur málverndarsinni en grein sem er hálfpartinn á ensku og hálfpartinn á íslensku er bara eitthvað sem ég get ekki hugsað mér að skrifa né lesa. Þess vegna langar mig svoldið til að leita í orðabanka meðhugara minna og vita hvort þeir viti um einhverjar sniðugar þýðingar...

Af hverju animé? (20 álit)

í Anime og manga fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Nú hef ég verið Animé aðdáandi í svone heldur stuttan tíma, en þó nánast alveg frá því ég sá mitt fyrsta “Manga” eins og ég hélt það heita þá eða myndina Vampire Hunter D. Ég vissi þó ekki hvar maður gæti fengið svona myndir þar sem þetta var á videspólu frá bróður mínum og horfði því ekki mikið á neitt animé til að byrja með. Hægt og bítandi fór ég þó að átta mig á því hvar væri hægt að redda þessu og er núna svo forfallin að ég horfi á gamla þætti aftur og aftur í góðum fíling meðan ég bíð...

Keppni á Íslandi (8 álit)

í Hestar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Á sumrin er allt morandi í keppnum; landsmót, félagsmót, firmakeppnir og fleira og fleira. Allt eiga þessar keppnir sameiginlegt að vera aðallega keppnis í gangtegundum okkar eina hestakyns. Fólki gengur vel, fær háa dóma og svo gengur öðrum illa og fær lélega dóma. Ég hef lítið séð af umræðum um þetta nema hvaða hestar taki sig vel út og hvaða hross séu slök. En þó tók ég eftir einni umræðu á Eiðfaxa.is eftir landsmót þegar talað var um sjónvarpsútsendingar frá landsmótinu og deildu ýmsir...

Reiðleiðir í kringum Fák (5 álit)

í Hestar fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Svona mestalla hestævi mína hef ég haldið til í Fáki og tel mig þekkja reiðleiðir þar nokkuð vel. Ákvað bara að pára eitthvað niður um það sem ég þekki frá eigin reynslu í þetta skiptið. Svona áður en ég fer að bulla um eitthvað annað. ;) Rauðhólarnir: Að taka svona “klassískan” rauðhólahring tekur mig svona í kringum 40 mínútur. Það er hægt að velja óteljandi slóðir þar og persónulega get ég alltaf fundið einhvern nýjan slóða til að auka fjölbreytnina þegar égfer þangað. Reyndar hef ég...

Mél (12 álit)

í Hestar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Jæja, hvaða tegundir af mélum líkar ykkur best? Eða verst? Og af hverju? :) Ég hef prófað þónokkur mél í gegnum árin og eins og vafalaust flestir hef ég ákveðna skoðun á hvað ég vil nota og hvað ekki. Fyrst þegar ég byrjaði voru venjuleg hringamél oftast valin og eru þau nokkuð klassísk í mínum huga, ekki neinn sérstakur mínus eða plús við þau. Nota þau ennþá af og til og þá yfirleitt ef að ég er að prófa nýtt hross sem ég veit ekki mikið um. Mér finnst einnig að öllum hrossum ætti að vera...

Polo - Íþrótt konunganna (3 álit)

í Hestar fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Jæja, enn eitt æðið hefur heltekið mig. Í þetta skipti íþróttin Polo. Talið er að um leið og ístöð hafi verið fundin upp hafi íþróttir sem svipar til polosins sprottið upp. Þar sem íþróttin reynir mikið á styrk, snerpu, hraða og hlýðni hesta ásamt því að vera hröð og spennandi var þessi íþrótt líklegast góð þjálfun fyrir hermenn. Fyrsta keppni sögunnar sem vitað er um fór fram milli Persa og Túrkemenista og unnu má til gamans geta að Túrkemenar þann leik. Um 1800 uppgötvuðu Bretar þessa...

"Náttúrulegar" tamningaraðferðir (5 álit)

í Hestar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Undanfarin ár hafa stórbrotnar breytingar átt sér stað hvað varðar kennslu/þjálfun dýra (og manna). Aukinn skilningur á hugsunarferli dýra og hæfni til að læra hluti hefur án efa verið einn orsakavaldur þróunarinnar. Flestar þær aðferðir sem kynntar hafa verið eru af svokölluðum “náttúrulegum” þjálfunaraðferðum (natural training) þar sem dýrin eru fengin til að vilja þjóna manni en að þeim sé ekki settur úrslitakostur og þar með “brotin” (broken). Þær aðferðir sem hafa rutt sér til rúms í...

Hestaþátturinn í Ríkiskassanum (3 álit)

í Hestar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Sá einhver þáttinn um hestana úti? Bjóst ekki við miklu þegar ég heyrði að þetta ætti að vera eitthvað um útflutning íslenska hestsins en endaði fyrir framan tækið. Það var reyndar ekki íslenski hesturinn sem hélt mér límdri heldur þessir erlendu. Ég hef verið ansi dugleg við að skoða myndir en ekkert jafnast á við að sjá þessi hross á hreyfingu. Bjóst ekki við að töltið hjá t.d. Peruvian Paso hrossunum væri með svona lágar lyftur. Minnti mig einna helst á svona lull-töltara. ;) En litu samt...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok