Óþarflega hátíðlegt, en kemur hugsuninni til skila. Heimspeki er aldrei algild, heldur er hún sannleikur sem hver og einn skilur á mismunandi hátt. Gott og illt, tvö hugtök sem hafa orðið hornsteinar vestrænna trúarbragða, eru einnig gífurlega afstæð. Það er allt gott og blessað að segja að djöflar séu “illir”, en hvað um nauðgara og morðingja? Þetta eru sjúkir menn, já, en eru þeir þá endilega illir? Fyrir mér er heimspeki einfaldlega form fyrir fólk til að rífast yfir eðli mannskepnunnar....