Þetta er spurning sem er ekki hægt að svara, því ef einhver trúir virkilega á guð þá er guð til fyrir honum, alveg eins með þá sem trúa á drauga, ef þú trúir að þeir séu til þá eru þeir til. Bæði eru þetta hlutir sem aldrei mun fást staðfest hvort raunverulega séu til, en eins og áður segir þá er hægt að “búa” þetta til fyrir sér með því að trúa á þá. Sjálfur er ég ekki trúaður, Trúin var fundin upp til að hafa stjórn á stórum hópum af fólki, auk þess sem það er mannlegt eðli að vilja vita...