Að morgni rís úr beði kona, miðaldra og dómara sínum mætir, kvíðin. Hann er fínn og fágaður, fallega innrammaður. Hiklaust og hnökralaust, tilfinningalaust, hann kveður upp sinn daglega dóm. Miðaldra, komin af léttasta skeiði, ennþá falleg, áður fegurri. Þú tekur þessu vel, grætur aðeins lítið, og bara í hljóði.