Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Serendip
Serendip Notandi frá fornöld 638 stig

Hækustund (0 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Svona bros sáldrar hamingjufræjum undir hjartarótum. Svona orð vekur gleðidagana af blundi sínum. Svona stund skýtur djúpum rótum í snjáðar minningar.

Bið (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
er hentug til margra hluta. Til dæmis að rekja upp vandlega ofna fléttu fyrra skipulags, raða stundaskrá ofan í kassa sem geymist til betri tíma og rifja upp hvað helst er til angurs í þínu fari, kæri vinur.

Síður dagblaðs (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 4 mánuðum
síður dagblaðs sem reynt er að lesa á borði út’undir berum himni flögra í vindinum til og frá langar að fljúga burt með blænum enda steindautt á þessu borði og blaðið í svart hvítu mestmegnis dauflegt allsendis á meðan þytur vindsins syngur í greinum trjánna, fuglar leika sér á húsaþökum og skáldlega fagrar konur ganga götuna þangað góna allir ærlegir menn og þangað fljúga síður dagblaðs með alvöru hugsjón

Orð mín (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 4 mánuðum
orð mín leita enn sem fyrr að skoðun sem keik stóð hér áður finnst nú hvergi

Regndroparnir (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 4 mánuðum
regndroparnir kyssa mig á kinnina mjúkum hlýjum kossi einsog í útlöndum á blágrárri götunni glitra dropar dálítið eldri hugsa um þig og sólina í sömu andrá

Sólskinsdagur (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 4 mánuðum
í dag gengum við saman götu blágráa sólblikandi verslunargötu litum við í búð, konan þekkir okkur orðið, sagði hæ, hvað það er gaman að sjá ykkur aftur seldi þér sæta blússu í leiðinni þér fannst það gaman fengum okkur freiðandi öl úr krús á krá niðrá torgi létum freistast af fleskesteg hálfdanskri, lítinn snafs með trítluðum aftur heim heilsuðum ókunnugum og hlógum heilmikið þetta var góður dagu

Í vindinum sofa .... (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
í vindunum sofa sálir liðinna daga hvísla í draumi köldum orðum um framliðin haust, um vor og sumur andvana fædd

Loforð (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Loforð eru fleyi þínu landfestar sem af djörfung þú heggur léttum höndum, skipi þínu stýrir út á hið bláfagra haf

Sólarlag (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 6 mánuðum
sól sem í dag lýsti upp heiminn nú horfin til nátthimna fjarskans handan mána aðeins lítil dauf stjarna - nafnlaus

Hverfur (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 6 mánuðum
léttum fótum víkur vilji þinn eins og hind renni undan fráum orðum mínum hverfi inní mistur haustsins

Ótti - þýðing ljóðsins "Fear" eftir Charles Simic (10 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Óttinn berst mann frá manni ómeðvitað eins og skjálfti laufsins berst til þess næsta Á augabragði allt tréð titrar og engin merki um vind að sjá. - - - - - - - - - - - - - - - - Fear passes from man to man unknowing like a leaf passes it's shudder to another All of a sudden the whole tree is trembling and there is no sign of the wind

Sálarrannsókn (8 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
frostbitnir fingur grafa í moldinni í eilífri leit að löngu fölnuðum og rotnuðum rótum afraksturinn liggur í haug, lúsugir njólar, harðir kögglar, fúnir stilkar og rótarangar inn á milli rifin rósablöð, morgunfrúr og bláfjólur sem flæktust með, alveg óvart - djásnin tættur er tilfinningagarðu

Óður til moldarinnar (4 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
moldin er dökk, næstum svört, ormétin, rotnandi leifar fallins lífs en nærir rætur dafna best í moldinni

Skrýtið (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Út um eldhúsgluggann horfi ég á bílana á miklubrautinni, um daginn sá ég bíl með tvo gula bónuspoka á þakinu, gott að ekki rigndi þann daginn. Sat í gær á kaffibarnum yfir bolla af kaffi latti, bragðbættu með heslihnetum, finnst það gott, sólin skein á grasið á austurvelli, þar reikaði kófdrukkin gæs völt í spori, datt á stélið af og til, hvíldi sig, reyndi svo aftur. Hlýtur að hafa fengið dísu hjá rónunum, hugsaði ég, en túristarnir eltu hana í halarófu með myndavél á lofti þegar hún gekk...

Kvíðboginn (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Kvíðboginn þinn er þaninn til hins ítrasta. Fatist tak þitt flýgur beitt ör í fang mitt.

Eftirsjá (5 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
I. tindrandi skína á þræði tilverunnar steinrunnin augnablik einsog perlur úr plasti II. tækifæri sem hjóðlaust rann milli fingra hvarf í svartan sandinn syndir nú í bláum sjónum skima eftir öðrum fiskum í þessum sjó sem alltaf er talað um að syndi í stórum torfum bíði þess bjartir að verða veiddir í net mitt

Orð (4 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
orð eru ekki einsog eðalvín sem geymd í eikartunnu göfgast með aldrinum grafin í hjarta verða orð beisk og fúlna við geymslu

Vetrarmorgunn (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
bleikir og bláir eru borðar himins hrímsvalan vetrarmorgunn tær og blár gnæfir hjálmur yfir settur hvítum slæðum vitin fyllast ferskum anda ferskari en nokkur hugsun sem slegist hefur í för með mé

Klakamorgunn (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
í gær bjartur morgunroðinn hlær í fölbláum klakaglugga og þú birtir mynd af sjö ára stúlku - með fléttur og forvitin augu - fingrum smáum teiknar hún mynstur úr frostrósum á kjallaraglugga

Gráa húsið (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
á hvejum degi mæti ég gráum mönnum með gráslegin hár á höfði í gráum fötum, guggnir í framan beygðir og bognir bera þeir margra ára vonbrigði á bakinu ganga hægt upp og niður gráa stiga í gráa húsinu þar sem ég vinn sitja við skrifborð hinu megin við ganginn markaðir andvana vonum langa daga strita við að segja nei stórir draumar búa í næsta húsi bara smáir hé

Kvikmynd á rúðu - endurunnið (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
regnið bylur á rúðunni með stanslausum err hljóðum droparnir leika við ljósið - úr fjarskanum fanga það hugfanginn horfi ég á rákótt doppótt útsýnið renna letilega niður glerið

Hamingjan í bleikum kjól (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Hamingjan situr heima í stofu og sötrar kók, gluggar í blöðin og gefur mér hýrt augu - af og til, í bleikum kjól og brosir út í annað. Fer svo ljómandi vel við þennan stól. Og verði hún hér ennþá á morgunn og hinn, veit ég fyrir víst - að hún er hvorki frá Hong Kong né Singapúr - heldur alveg ekta.

Stjörnublik (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
dimmar nætur, kaldir skuggar dvöldu árum saman í sálarkytru suður í reykjavík vonarglætur, gamlir draumar, létu lítið fyrir sér fara í gleymdum skúmaskotum en svo komst þú færðir mér stjörnublik í sængina mína gafst mér bros með morgunmatnum sem dugir daglangt

Flogin burt (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Haustið kom og kallaði hana burt hana - sem fóstrar þín tuttugu ára tár, hjarta móður og margsungin gleðibros. Um annað gólf hún gengur nú galsafengin sjálfsagt - eins og áður, en fjalirnar þínar - fella saknaðartár. Rammi lífs þíns hangir nú á öðrum vegg. Myndin af þér, rifin og dálítið tætt, veit ekki lengur hvar hún á heima.

Andlit í bláum glugga (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Andlit í bláum glugga heilsar mér á morgnana og kveður á kvöldin. Handan götunnar, hangandi upp á vegg, horfir þögult á mig og alla hina. Andlit í bláum skugga, einsemdina boðar úr litlum glugga.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok