Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Serendip
Serendip Notandi frá fornöld 638 stig

Re: Þú í ljóði

í Ljóð fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Þú yrkir alvöru ljóð, eins og þú sannar enn einu sinni með þessu - finnst kominn tími á að þau komi út í bók :)

Re: Orð mín

í Ljóð fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hef hripað þetta eitthvað skakkt inn, á að vera þannig: FORÐUM KEIK orð mín leita enn sem fyrr að skoðun sem keik stóð hér forðum finnst nú hvergi

Re: Sólskinsdagur

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Æ, klaufaleg villa hjá mér, laga það -:)

Re: Öll þessi ljóð

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
mér finnst þetta gott ljóð

Re: Loforð

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Breytti uppsetningunni, kann betur við hana svona: loforð eru fleyi þínu landfestar sem af djörfung þú heggur léttum höndum skipi stýrir stoltur út á hið bláfagra haf

Re: Hverfur

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
:) “inn í” og “inní”, hmmm, er að reyna deyða gamla venju ritháttar sem greri fast í fingurnar í bernsku og láta undan tungutaki talaðs máls, en það er kannski bara vitleysa ?

Re: einkaréttur

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Breyttu engu !!!

Re: A recipe for chance

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Eins og íslenskumælandi íslendingar skrifa rangt stafsetta og illa bjagaða íslensku eru fjölmargir enskumælandi farið á sama veg með ensku, án þess að ég ætli á nokkurn hátt að gera lítið úr viðkomandi ….. hugmyndin góð eigi að síður, en þú manst, súpugerð er líka lýst á íslensku -:)

Re: A recipe for chance

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Þú yrkir mjög góð ljóð á íslensku. Enskan aftur á móti, ef ég orða það þannig að sjálfur treysti ég mér engan veginn til að yrkja skammlaust á ensku. Í þessu ljóði eru alvarlegar málfarslegar villur sem skemma það, “remaints” á að vera “remains” og “untaken chances” segir maður ekki, þú þarft líka að skoða 1.línuna. Skiptu yfir í íslensku og þá efast ég ekki um að ljóðið verður mjög gott í þínum meðförum.

Re: Ljóð dagsins

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Undirstrikar það sem ég sagði áðan, ritstjórnarstefnan þarf að vera skýrari ….. Og búinn að kjósa ljóðið þitt áfram í dag ! No brainer -:)

Re: Það eru engar tilviljanir

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Gott ljóð. Gott vald á hinum ljóðræna búning, finnst heppnast vel að skipta svona um takt á milli erinda ….. fallegt líka eins og flest ljóða þinna, tært og eðlilegt mál, mikilll kostur. Dramatíkin kannski fullsterk t.d. í “vitfirrtra huga okkar”, hið látlausa er gjarnan áhrifaríkast.

Re: Ljóð dagsins

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Takk fyrir að vekja athygli á þessu fína ljóði, sem auðvitað fór framhjá mér, ég les svo sjaldan það sem er á korknum. Auglýsi eftir ritstjórnarstefnu, eru haikur ekki viðurkenndar sem ljóð á þessari síðu …. þá vegna þess að formið er knappt ????? Væri ekki ráð ef stjórnendur gætu komið því við að lista upp nokkrar línur um viðmiðanir og mættu gjarnan láta það liggja hér frammi fast, okkur öllum (og líka þeim sjálfum, svona upp á samræmið) til leiðbeiningar. Þá yrði skýrara hvort haikur (og...

Re: Skömm liðinna ára

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
og upptalningin truflar mig ekki, rennur vel ….

Re: Skömm liðinna ára

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ég er ekki sammála þessari umræðu um 2.erindið, finnst það nauðsynlegt til þess að koma kjarnanum, kynferðislegu frelsi konunnar, í eðlilegt samhengi, gefur því vægi. Sem sagt betra eins og þú settir það fyrst inn.

Re: Skömm liðinna ára

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ó, var ekki búinn að taka eftir því, takk -:)

Re: Ó sjá!!! Hina tilbúnu fegurð!!!

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Umræða með spjótum og sverðum, klapp, klapp!!!! Í alvöru, finnst mér það lofsvert þegar einhver kemur með rökstudda gagnrýni, það er nefnilega ekki svo auðvelt að fá slíkt, en erfitt að ná nokkrum framförum nema fá gagnrýni, það er fjandanum erfiðara að sjá gallana sjálfur. Við sem birtum ljóðin okkar verðum að læra taka því að fólk er mishrifið og reyna að muna að “vinur er sá sem til vamms segir”. Sjálfur tek ég mjög mismunandi mark á gagnrýnendum, ég nefnilega flokka þá eftir því hvað mér...

Re: Skömm liðinna ára

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Kann vel við persónulegan stíl þinn og þér tekst að draga frumleika fram í klysjukenndu þema, ekki á allra færi -:)

Re: Ótti - þýðing ljóðsins

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Og takk fyrir að koma þessu inn, og jákvæða umsögn, Pardus og Hildur. Sýnist þetta allavega hafa hleypt smálífi í umræðuna, gaman að því -:)

Re: Ótti - þýðing ljóðsins

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Takk fyrir góða krítík, það er mjög gott og gaman að fá svona vandaða umsögn um það sem maður sendir hér inn -:) Tek undir það sem þú segir að mjög erfitt er að þýða ljóð, það er alltof margslungið fyrirbæri til þess að hægt sé að skila öllum hliðum þess yfir á annað tungumál, búinn að reyna það of oft til þess að vita að það er ómögulegt. Þýðandi verður að velja hverju hann vill koma til skila. Hann verður líka að varast að talsmáti sem er eðlilegur í einu tungumáli er það ekki endilega í...

Re: Ótti - þýðing ljóðsins "Fear" eftir Charles Simic

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Hmmm, takk Hildur :) Sendi þetta nú reyndar alls ekkert á korkinn, þannig að annað hvort er komin ný stefna varðandi þýðingar eða hún ekki þótt nógu góð. Frumljóðið finnst mér alla vega mjög gott og á vel við í dag …..

Re: Sálarrannsókn

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Þið eruð æðislega skemmtileg, takk -:)

Re: Íslenskt online bókmenntatímarit

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Frábært framtak, hafðu þökk fyrir, veit að þetta er heilmikil vinna en er líka viss um að það gæti orðið vinsælt ….. -:)

Re: Bankað á hin svörtu hlið!

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Góð hugmynd, snyrtilegt …

Re: Vanafesta vindsins og hjartans

í Ljóð fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Þroskað ljóð og fallegt …

Re: Minningagrein

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Til hamingju með ljóð dagsins á ljod.is !
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok