Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Serendip
Serendip Notandi frá fornöld 638 stig

Sálarkreppa (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Vaknaði í dimmu herbergi, umvafinn djúpri þögn. Fjórir veggir gráir og gluggalausir. Þröngir og þrúgandi skríða veggirnir sjálfir sífellt nær og nær. Loftleysi kæfandi. Fálmandi fingur leita gluggans að frelsinu. Högg. Högg. Hvítu hnúar blóðrisa þið skuluð sigra vegginn.

Af litlu vex (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Af agnarsmáu fræi í jörðu falið fyrir svo sem hundrað árum Í fyrstu óttalega væskilslegt. Lofaði litlu. Atti vart kappi við grasið í kring. Hægt og bítandi safnaði áhringum viðarstofni. Laumaðist til að vaxa þegar enginn sá til. En …. einn daginn var komið voldugt tré.

Eitt skref enn (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Eitt skref enn geng ég þessa leiðindagötu í átt að lífinu - handan við hornið.

Játningar (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ástin birtist mér einn dag, fagurlega búin í þér. Bros þitt blés í kulnaðar glæður, sem lifðu þrátt fyrir allt - enn í þessu gamla hjarta.

Eyjahafið (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Hver sál er eyland, heimsálfa jafnvel, með sitt eigið líf, sársauka, gleði og sorgir. Sjá, ótal eyjur, allar umluktar hafi hins ósagða. Huldar mistri. Aðeins söngur fuglsins fljúgandi endurómar fegurð eyjunnar handan hafsins óljósa, þokukennda. Dreymi að úr hafinu rísi voldug brú, úr tveimur verði ein.

Unglingur fæddur (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Nei segir sonurinn, eg nenni ekki að heyra það vil ekki hlusta á það sem þú ert að segja. Tónlistin er svo leiðinleg sem þú setur í tækið, asnalegt að fara út að leika sér og hallærislegt að hanga hér. Og ég hef ekkert að gera.

Innilokuð (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Sólin skín svo björt. Yljandi geislar hennar rata inn um gluggann og rifurnar á veggnum. Komdu út, kallar þú, komdu út í birtuna. En ég get mig hvergi hrært. Ástríður mínar eru læstar inni í skáp, og lykillinn löngu týndur.

Græt í grasinu (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þig dreymdi undarlegan draum um engil með blátt hjarta. Orðin mín svifu á hvítum skýjum svo hjóðlega framhjá þér. Hjartað mitt ég gaf þér heitt það lagði í lófa þína. Þú sagðir takk og kysstir það einn koss. En seinna, seinna, elsku vinur minn - af hverju - sleistu það í sundur. Var það af því ég tylldi tánum eitt lítið spor, svo ofurlítið spor, á þessa rykugu jörð ? Ég sem átti að fljúga - með blátt hjarta - alla tíð. Ég er bara lítil stúlka og græt í grasinu.

Ljóð um Palestínu (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Mig langar að yrkja ljóð um Palestínu, um börnin með augun svo brún, en hjörtun full af angist, sem ekki má vera til, ekki tekin gild. Þið voruð ekki fædd réttu megin, þjáning ykkar aðeins neðanmáls. Guð valdi víst hina, segir sjónvarpsstöðin sannkristna. Þið eigið að deyja þæg og prúð, skilja að ykkar er lífið ekki.

Morgundómar (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Að morgni rís úr beði kona, miðaldra og dómara sínum mætir, kvíðin. Hann er fínn og fágaður, fallega innrammaður. Hiklaust og hnökralaust, tilfinningalaust, hann kveður upp sinn daglega dóm. Miðaldra, komin af léttasta skeiði, ennþá falleg, áður fegurri. Þú tekur þessu vel, grætur aðeins lítið, og bara í hljóði.

Einsemd (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Sálirnar eru stjörnur, í köldum geimnum, skína bjartar, svo óralangt í burtu, þrá að snertast. Í besta falli er veikur ís á milli, brothættur, varasamur, oftast ekki neitt.

Morgundómar (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Að morgni rís úr beði kona, miðaldra og dómara sínum mætir, kvíðin. Hann er fínn og fágaður, fallega innrammaður. Hiklaust og hnökralaust, tilfinningalaust, hann kveður upp sinn daglega dóm. Miðaldra, komin af léttasta skeiði, ennþá falleg, áður fegurri. Þú tekur þessu vel, grætur aðeins lítið, og bara í hljóði.

Orðið (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Þú sagðir við mig orð, svo snöggt, svo hvasst, Bit þess var djúpt. Biturð og beiskja settust í sárið, svikul villtu mér sýn. Ástin mín, taktu orðið aftur burt, gefðu mér lífið á ný.

DÆMIGERT ÍSLENSKT LANDSLAG (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hrjóstrugir og harðbrjósta, berangurslegir, horfa á okkur kuldalegir, þögulir. Melar. Eintómir, endalausir. Ekki stingandi strá. Klettóttir dálítið, lengra frá. Jafnvel loftið líka, án þess að kveðja, hraðar sér burtu, sem mest það má.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok