Bush samþykkir þróun nýrra gjöreyðingarvopna Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, hefur samþykkt að veita 7,5 milljónir Bandaríkjadala til þróunar nýrrar kynslóðar gjöreyðingarvopna í Nevada-eyðimörkinni þar sem Bandaríkjamenn hafa þróað kjarnorkuvopn sín. Talsmaður Hvíta hússins, Scott McClellan, sagði í gær að Bush hefði samþykkt 7,5 milljóna Bandaríkjadala fjárveitingu til þróunar svokallaðra byrgjabana, kjarnorkuvopna sem embættismenn segja að muni auka getu bandarískra hermanna til...