Hugsa að þú sért að tala um Sókrates. :) “Unglingar nú á dögum vilja bara lifa í vellystingum. Þeir kunna ekki mannasiði, neita að láta skipa sér fyrir, bera enga virðingu fyrir þeim fullorðnu og nota tímann til að kjafta saman þegar þeir ættu að vera að vinna. Ungt fólk stendur ekki lengur upp þegar eldra fólk kemur inn í herbergið. Þeir andmæla foreldrum sínum, gorta í veislum, úða í sig sætindum þegar þeir sitja við matarborðið, krossleggja fætur og rífa kjaft við kennarana sína.”