Á Spáni er ‘LL’ sagt sem ‘J’…ég var á Spáni í sumar og pabbi varð að panta eitthvað sem hét Solo Millo. Hann var búinn að vera að reyna að útskýra fyrir aumingja þjónustukonunni (sem skyldi ekki neitt) hvað Solo Millo væri. Loksins sagði ég við hann í minni alls-ekki-pirruðu-rödd: ‘'Pabbi! Það er Solo Mijo! Viltu drífa þig!" Þá gaf þjónustukonan frá sér svona ’'Ahhh, si, si'' hljóð…það var ekki spes, en samt ekki normalt…úff…