Þessi diskur er í mikilli hlustun hjá mér um þessar mundir, sérstaklega titillagið sem ég er mjög hrifinn af og er að vinna með sjálfur á píanóinu. Nokkuð sem mér finnst áhugavert við lagið er að hljómagangurinn minnir á blússkiptingar. Það er blúsfílingur yfir hljómunum þó maður spili það alls ekki blúsað. Hvað finnst öðrum hér um þetta ? Það er sterk heild yfir þessum disk, enda er píanóleikurinn hans Horace Silver tiltölulega líkur yfir flest lögin. Mikil snilld hér á ferð, tvímælalaust...