Hérna stend ég í rigningunni og finn tárin leka niður andlitið í stríðum straumum. Ég lít upp á gluggan hans og sé ljós. Ég trúi ekki hvernig hann gat brotið mig svona. Mér líður svo illa að mig langar að rífa hjartað úr mér, svo mikil er eymdin og reiðin sem að ég uppskar af þessari heimsókn. Mér finnst gott að hann hafi sagt mér þetta sjálfur en samt hata ég hann. Ég skil ekki hvað það var sem að ég gerði honum. Hvað gerði ég honum til þess að hann gat leyft sér að brjóta mig svona? Ég...