Blessuð nagladekkin Mikið ofboðslega er ég orðinn þreyttur á þessari áráttu mikils meirihluta fólks, að þurfa að troða nagladekkjum undir bílinn hjá sér um leið og það má og helst fyrr, þó að aðstæður krefjist þess ekki. Má ég benda fólki á það að í Reykjavík myndast nær aldrei þær aðstæður að nagladekk gætu gert eitthvað gagn, og þegar þær gera það er undir eins búið að moka þeim í burtu eða salta þær. Ef fólk endilega vill einhverskonar falsöryggi er hægt að benda fólki á loftbóluhjólbarða...