Fyrir mörgum, mörgum árum var ungur drengur, ekki sérlega lítill þó og ekki mjög ungur. Hann bjó í klaustri þar sem tilbeðið var guðinn Om (tarfur, örn, svanur segja sumir). Fyrir ofan drenginn, sem er lánlaus og lítilmegnandi í klaustrinu, sveimar örn með skjaldböku í klónum. Örninn sleppir skjaldbökunni sem fellur niður í garðinn. Þar rankar hún við sér, og þrátt fyrir mótmæli drengsins Brutha þá segist hún vera guðinn Om. Enginn trúir Brutha þegar hann segist hafa fundið guðinn sem fólk...