Screenshot úr Baseketball, en hún var gefin út 1998, leikstýrð af David Zucker sem skrifaði hana í samstarfi við Robert LoCash. Í aðalhlutverkum voru höfundar South Park, Trey Parker og Matt Stone. Myndin fjallar um tvo æskuvini sem finna upp nýja íþrótt, Baseketball, sem verður ein vinsælasta íþróttin í heiminum. Þeir þurfa að kljást við harðsvírugan bissnissmann sem vill eignast liðið þeirra og það reynir mikið á vinskapinn hjá þeim. Snilldar mynd sem ég mæli með að allir sjái.