Fór þarna inn með vinkonu minni einhverntímann og fékk mér að éta, einhver gæji gengur inn og segir ‘Þú ert í sætinu mínu’. Ég bendi honum kurteisilega á að þetta sé fokking sjoppa, ekki borðið hans á Hótel Sögu. Hann muldrar eitthvað, fer út aftur og virðist ganga fram og aftur fyrir utan útganginn næstu 15 mínúturnar og stoppandi öðru hverju til að horfa illilega á mig.