Var að koma heim af Krít sumarið 2004, frekar ungur þá. Allaveganna, ég sat ásamt bróður mínum við gluggann sallarólegur eins og venjulega að njóta útsýnisins á meðan við vorum að fara í loftið (ólst bókstaflega upp við það að fljúga á milli landa, var aldrei flughræddur). Allaveganna, svo fara að heyrast skellir og flugvélin fer að kippast þvílíkt til þegar við erum á leiðinni upp með útsýni yfir fjörðinn. Svo leit ég út og sá eldblossa eins og litlar sprengingar koma út úr hreyflinum,...