Sex Pistols var ensk pönk rokk hljómsveit, stofnuð í London árið 1975. Upprunalega voru í hljómsveitinni söngvarinn Johnny Rotten, gítarleikarinn Steve Jones, trommarinn Paul Cook og bassaleikarinn Glen Matlock. Ferillinn var frekar stuttur, entist bara í þrjú ár og þeir gáfu aðeins út þrjár smáskífur og tóku aðeins upp eina plötu í hljóðveri. BBC hafa lýst þeim sem: “the definitive English punk rock band”. Sex Pistols eru oftast taldir ábyrgir fyrir að innleiða pönkhreyfinguna í Bretlandi...