Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Saabster
Saabster Notandi frá fornöld 48 stig

Re: Árni Johnsen í fangelsi!?!?

í Deiglan fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Ójá… Johnsen á að sjálfsögðu að fara í fangelsi. Mjög líklegt að hann fari nú bara á Kvíabryggju sem er (var?) hvítflibbajail…. En eins og réttarkerfið er á þessu landi fær kallinn eflaust ekki nema 4 mán. og það skilorðisbundið…..! Réttarkerfið okkar sökkar bigtæm.

Re: Jagúar XJ6 Sovereign

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Humm eyðni.. ! Svo fór sem fór að ég ákvað að sleppa þessum Jagúar…gengur bara betur næst. Takk fyrir góðar umræður.

Re: Jagúar XJ6 Sovereign

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Hei ..takk fyrir dúds!! Átti ekki von á svona fljótum viðbrögðum. Kemur sér vel. Persónulega finnst mér 76-80 árgerðirnar flottari en 80->… Verð þó að vera sammála því að XJS týpan er nokkuð svöl. Það er einn þannig á Bílasölu Guðfinns.. sett á hann ca 1.5 held ég.

Re: vanntar bíll til uppgerðar

í Bílar fyrir 23 árum, 3 mánuðum
hehehe…ég á VW rúgbrauð árg. '73….. Nei annars.. hafði hugsað mér að eiga hann sjálfur. En þú virðist vera í þessum bransa. Hvað eru menn að taka fyrir að gera upp bíla frá A-Ö??? Er þetta e-ð sem hefur fyrir atvinnu eða bara hobbý?

Re: Að fá lánaðan kött

í Kettir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Ég fékk reglulega í heimsókn villikött sem var e-ð að eltast við kisuna mína. Feldurinn hans var frekar ljótur en eftir 3ja mánaða SciencePlan fæði varð feldurinn glansandi flottur og kisinn örugglega flottasti villikötturinn á svæðinu…. S

Re: Þjálfun !

í Kettir fyrir 23 árum, 6 mánuðum
gamli kötturinn minn (norskur skógarköttur) vildi aldrei sitja hjá mér nema ég setti púða ofan á hnéin.. lá síðan eins og prinsessan á bauninni. S

Re: Octavia RS - Sneggsti bíllinn frá Skoda

í Bílar fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Er einhver leið til að auka kraftinn i 1,8 passat.. þá er ég að tala um kubba eða e-ð svoleiðis.

Re: Nýjir bílar á

í Bílar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Arghhh! Gott fólk, það er aldrei -j- í nýi, bæinn, segi ofl… pirrar mig rosalega mikið. Muna SKÓLAREGLUNA… aldrei j á undan i! En hvað um það.. er ekkert mál að lækka bílinn sinn? Ég er á Passat árg.98 á 17" felgum og það er satt.. bilið á milli dekkja og brettakants er frekar ljótt. Er þetta ekkert mál og hvað kostar heila galleríið? Er einhver sem getur leiðbeint manni svona online?

Re: Sérstakir bílar á Íslandi!!!!!!!

í Bílar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Er enginn að vinna í VW Transporter..(rúgbrauði) 1967-1976 árg. Vantar nefnilega einhvern (ódýran) bíladellukall til að aðstoða mig við að gera upp ´73 árg.

Re: Launamál

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Helvíti er maðurinn heimskur, hugsaði ég í fyrstu er ég las bréfið hans! Eða hvað? Er kannski best að ráða alltaf ómenntað fólk í skólakerfinu? Á ekki bara að leggja niður kennaramenntunina eins og hún leggur sig? Ég vona þín vegna Xavier að þú eigir ekki og eignist aldrei börn. Ekki myndi ég sætta mig við það að eintómir leiðbeinendur, margir hverjir ekki einu sinni með grunnskóla- né stúdentspróf, kenndu mínu barni að feta sig áfram í veröldinni. Hugsaðu um eitt næst þegar þú ferð til...

Re: Kennarar og þeirra vandamál.

í Deiglan fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Einkavæðingu tel ég ekki vera af hinu góða í skólakerfinu. En einhversstaðar verður að fá pening til þess að hækka laun kennara og stjórnenda. Ég hef í raun ekki svar á reiðum höndum en ef meiningin er að bæta skólastarfið þarf að auka virðingu þjóðarinnar fyrir kennarastarfinu. Hvernig á að gera það?? Ég held og veit reyndar að það er alltof neikvæð umræða um kennara og kennarastarfið í heimahúsum. Sem dæmi frétti ég af mínum besta vini, sem er kennari og kennir myndlist, þar sem hann var...

Re: Hestöfl...

í Bílar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Hvað eru menn þá að tala um háar upphæðir? Talandi um það hvað maður ætli að eiga bílinn lengi… verður maður ekki orðinn eirðarlaus eftir árið eða hvað… nei annars stefni á að eiga hann allavega í 3-4 ár. Væri ansi skemmtilegt ef maður gæti togað úr vélinni aðeins fleiri hesta en þessa 125.

Re: Atla Burt !

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Hvenær ætlar fólk að fara að skilja að Ísland getur EKKERT í fótbolta!!!!!!!!!!!!! Enda ekki við öðru að búast þar sem atvinnumennskan á Íslandi gengur út á það að detta í það eftir leiki. Af hverju haldiði að leikmenn efstu deildar hafi beðið um að allir leikir væru spilaðir í miðri viku í stað þess að hafa þá um helgar þegar vinnandi fólk getur mætt….? Jú, til að geta dottið í það. Allt kjaftæði um frí með fjölskyldunni um helgar er bara bull… flestir sem æfa íþróttir eru bara að þessu til...

Re: Fylkismenn byggja stúku.

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Fylkismenn owna gjörsamlega…. Þetta verður geigt flott… Upp með sokkana allir Fylkismenn…!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Re: Hestöfl...

í Bílar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Takk fyrir skjót viðbrögð… þetta er Ronal felgur… Hvernig er það annars, styttir ekki nýr kubbur líftíma vélarinnar?

Re: Supercharger fyrir VW

í Bílar fyrir 23 árum, 7 mánuðum
Er einhver möguleiki á að bæta aðeins við hestöflin 125 í VW Passat 1.8 1998? Kv.
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok