Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

STAVKA
STAVKA Notandi síðan fyrir 21 árum, 2 mánuðum Karlmaður
1.374 stig
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,

Austrómverska ríkið og fall Rómar (1 álit)

í Sagnfræði fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Í stuttu máli: Hvers vegna hélt Austrómverska ríkið velli þegar hið Vestrómverska féll? Á myndinni má sjá kort af Rómarveldi, Vestrómverska ríkið hið bláa og hið Austrómverska það rauða, um það leiti er hinn nafntogaði atburður átti sér stað er Róm féll í hendur barbara árið 476 e.kr. Þegar skipting Rómarveldis varð varanleg undir lok 4. aldar hafði tveim hlutum keisaradæmisins verið stjórnað um nokkurt skeið hvorum í sínu lagi. Á 4. öld var því svo farið að athygli keisaradæmisins var beint...

Skilyrðislaus uppgjöf Þjóðverja (3 álit)

í Sagnfræði fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Ég ætlaði að senda þetta inn sem mynd, en þetta var orðið svo langt hjá mér að ég ákvað að setja þetta sem grein. Þann 8. maí 1945 skrifaði Wilhelm Keitel hermarskálkur undir skilyrðislausa uppgjöf þýska hersins. Voru þjóðverjar þá nánast gersigraðir og aðeins níu dagar síðan Adolf Hitler hafði skotið sig. Endalok styrjaldarinnar í Evrópu hefur verið kenndur við þann dag. Samningur þessi var þó aðeins formsatriði, því hann var óbreytt staðfesting á vopnahlésyfirlýsingu sem Alfred Jodl...

Samtal Mannerheims og Hitlers (17 álit)

í Sagnfræði fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Á myndinni, sem líklegast er tekin í lestarvagninum áður en samtalið átti sér stað, er Adolf Hitler til vinstri, Jukka Rangell, forsætisráðherra Finnlands við hlið hans. Á móti Hitler situr Risto Ryki, forseti Finnlands og Mannerheim marskálkur á hans hægri hönd. Þann fjórða júní 1942 hélt Adolf Hitler til Finnlands til að heimsækja Karl Gústav Mannerheim marskálk og helsta hernaðarleiðtoga Finna, í tilefni af 75 ára afmælinu hans. Hann ætlaði einnig að nota tækifærið til að óska um frekari...

Saga Serbíu til vorra daga (4 álit)

í Sagnfræði fyrir 15 árum, 2 mánuðum
Serbnesku miðaldaríkin 630-1459 Forfeður Serba, Hvítserbar komu til Balkanskagans frá Norður-Evrópu á 7.öld. Þeir settust þá að á svæði sem þá tilheyrði hinu forna Austrómverska keisaradæmi og segir sagan að Býsanskeisari hafi gefið þeim borgina Þessalóníku til að búa í. Þeir fluttust þó fljótlega frá Miðjarðarhafsströndinni norður á bógin til Júgóslavíusvæðisins og stofnuðu þar nokkur ríki undir Býsanska ríkinu og tóku kristni, reyndar í nokkrum bylgjum en síðasta bylgjan í...

Fall Sovétríkjanna (6 álit)

í Sagnfræði fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Samkvæmt kenningum félagsfræðingsins og heimspekingsins Karls Marx átti bylting öreiga að vera samfélagsleg, þar sem verkamenn áttu að leggja hald á framleiðslutæki í kapítalískum iðnríkjum. Framleiðslutækin, verksmiðjurnar, áttu þá að fara í eigu verkalýðsstéttarinnar í stað borgarastéttarinnar og átti þar að skapast fyrirmyndarsamfélag. Kenningar Marx nutu mikilar hylli víðsvegar í hinum iðnvæddu kapítalistaríkjum og fóru menn strax að reyna að knýgja fram þessa byltingu með því að stofna...

Sagnfræðitrivian snýr aftur (7 álit)

í Sagnfræði fyrir 15 árum, 9 mánuðum
Já ég tók mig til og hrærði í sagnfræðitriviu númer 9, en nú er rúmt ár síðan síðasta trivia kom. Triviuna er að finna á hugi.is/saga og fyrst ég er nú búinn að gera þessa tilkynningu get ég allt eins skellt henni hingað. Það er nú ekki hefð fyrir því að stjórnendur komi með tilkynningar sem greinar en ég geri það þó núna til þess að vekja athygli á triviunni á forsíðu, en ég get ímyndað mér að nokkurt ryk sé fallið á hana þar sem hún hefur ekki verið uppi í heilt ár. — Sagnfræðispurningar...

Unternehmen Tannenbaum - Innrásin í Sviss 1940 (26 álit)

í Sagnfræði fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Þegar skoðuð eru kort af Evrópu frá árinu 1942 og síðla árs 1941 gefur á að líta hið gríðarstóra yfirráðasvæði Þýskalands og bandamanna þess sem spannaði næstum öll horn álfunnar og alltaf finnst manni jafnundarlegt að sjá hið sjálfstæða, óháða og hlutlausa Sviss sem eyju inni í öllu þessu veldi. Margur myndi því spyrja sig afhverju Hitler réðist ekki inn í ríkið eins og hann hafði gert við flest hin ríkin. Hitler hafði jú plön um að ráðast á landið og ríkti mikil spenna í Sviss og...

Fasismi, II.hluti (14 álit)

í Sagnfræði fyrir 16 árum, 11 mánuðum
II. hluti - Þróun og saga fasismans í Evrópu Þessar greinar skrifaði ég í dálitlu flýti og biðst forláts á kvillum sökum þess. Mussolini og fasisminn á Ítalíu Eins og áður kom fram varð fasisminn til á Ítalíu eftir fyrra stríð. Benito Mussolini (1883-1945) fæddist í bænum Romagna en faðir hans var smiður eg móðir hans var kennslukona og fékk hann gott uppeldi og fræðslu.Hann var menntaður kennari en vann lengi sem blaðamaður og tók virkann þátt í stjórnmálum og hallaðist hann fljótt til...

Fasismi I. hluti (46 álit)

í Sagnfræði fyrir 16 árum, 11 mánuðum
I. hluti - Fasismi sem stjórnmálastefna Þessar greinar skrifaði ég í dálitlu flýti og biðst forláts á kvillum sökum þess. Þegar fólk upplifir sig óvarið og umhverfi þess er í upplausn þráir það reglu. Þetta var það sem gerðist í mörgum ríkjum Evrópu á millistríðsárunum. Fyrri heimsstyrjöldin hafði farið illa með bróðurpartinn af álfunni og þá komu tapþjóðirnar Þýskaland og Austurríki-Ungverjaland þar verst út enda þurftu þær að gjalda vel fyrir ósigurinn. Í kjölfarið kom gríðarlegt...

Býsanska ríkið (18 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Imperium Romanum Orientale Austrómverska ‘Býsanska‘ Keisaradæmið var grískt/rómverskt keisaradæmi á Balkansskaga og í Litlu-Asíu sem var arftaki og leifar hins Rómverska heimsveldis í tæp þúsund ár. Frá 330 til 1453 stóð grískumælandi ríkið í kringum hina miklu höfuðborg Konstantínópel og varðist stöðugum árásum og innrásum frá norðri og austri. Landið er ýmst kallað Austrómverska ríkið, Býsanska ríkið eða Gríska heimsveldið auk þess sem Íslendingar miðalda kölluðu það Miklagarðsríkið eftir...

Vatns- og fráveitukerfi Rómverja (42 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Skítur og óhreinindi eru eitt mesta vandamál við borgir og hefur alltaf verið. Það var nokkur hundruð árum fyrir krist sem hinir úrræðagóðu rómverjar fundu leið sem hefur verið notuð í yfir tvöþúsund ár. Að koma hreinu vatni inn í borgina og óhreinu vatni út. Rómverjar voru miklir frömuðir í verkfræði og voru þeir mörgum þjóðum skrefinu á undan á því sviði. Ýmis verkfræðiundur höfðu litið dagsins ljós en mesta undrið þykir mönnum lausn Rómverja við skólpvandanum. Þegar borgir fóru að stækka...

Úrslit sagnfræðitriviu nr. 2 (11 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Já þá er komið að úrslitastundinni fyrir þá sem tóku þátt í vikulegu miðvikudagstriviunni. En úrslitin voru frekar jöfn eins og fyrri daginn. Aftur hlaut Addifb afgerandi sigur með fimmtán stigum af átján alls. Og DutyCalls kemur svo honum um hæl með tólf stig en viti menn, Moomoo er líka með tólf stig svo við erum með jafntefli í öðru sætinu. Þriðja sætið hreppir svo Bossos með 10 stig. En svo deila Obsidian og Amazon fjórða sætinu með 9 stig hvor, það verður að hafa einhverskonar...

Úrslit sagnfræðitriviu nr. 1 (15 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 10 mánuðum
Sælir kæru hugarar, nú er vika liðin frá því að trivian var birt og nú er komið að úrslitum. Ég viðurkenni nú að spurningarnar voru kanski samdar í fljótfærni og kanski dulítið villandi svarmöguleikar í þriggjastigsspurningunum en batnandi mönnum er betra að lifa. Spennandi lokaorrusta þar sem Addifb rétt marði DutyCalls með þrem stigum, DutyCalls hreppir því annað sætið og Bflyer það þriðja. Hér koma úrslitin: 1.sæti: Addifb með 14 stig af 18. 2.sæti: DutyCalls með 11 og ½ stig af 18....

Möndulveldi Þjóðverja, Ítala og Japana, 1940-45 (30 álit)

í Sagnfræði fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Alþjóð veit sitthvað um síðari heimstyrjöld, hið mikla stríð sem skyldi Evrópu eftir í rjúkandi rústum eftir sex ár í eldi og brennisteini. Hún veit einnig að í henni barðist “góða liðið”, Bandamenn og “vonda liðið”, Þjóðverjar - og ,,their backward allies”, um yfirráð þessarar gjöfulu landsvæða. En hverjir voru þessir Þjóðverjar og hverjir voru bandamenn þeirra? Ég hygg að þjóðverjar hafi tapað á samstarfi sínu við Ítali. Draumar Foringjans Hitler komst til valda í Þýskalandi árið 1933 og...

Anschluss (10 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum
Að sameina alla Þjóðverja undir einu þýsku ríki var draumur Hitlers. Austurríki var þar engin undantekning. Hann skrifaði í Mein Kampf að á samband skyldi koma þótt það yrði gert með valdi. Austurríki var einnig heimaland Foringjans og stærsta landsvæði þar sem Þjóðverjar bjuggu undan Þýskalands að Vestur Prússlandi undanskildu. Hitler þurfti að bretta uppá ermarnar til að ná markmiðum sínum en það tókst honum og innlimun Austurríkis árið 1938 var eitt af fyrstu og stærstu þáttum þess...

Großdeutsches Reich, og heimssýn nasista (14 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 1 mánuði
“Ein Volk, Ein Reich, Ein Führer” Það sem Adolf Hitler átti við með einu ríki, einni þjóð og einum foringja er draumur hans um sameiningu þýsku þjóðarinnar undir einu miðstýrðu þýsku ríki. Hitler þoldi ekki þegar hann sá Þjóðverja dreyfða um hin ýmsu lönd, Þýskaland, Austurríki, Tékkóslóvakíu, Pólland, Danmörk, Frakkland, Belgíu, Sviss svo eitthvað sé nefnt, og eftir að hann hafði látið verkin tala varð Großdeutschland, eða Stór-Þýskaland stærsta herveldi Evrópu á styrjaldarárunum. Á þessu...

Stríðsglæpir Vesturveldanna (79 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 2 mánuðum
Eins og glöggir sagnfræðiáhugamenn áhugamálsins hafa tekið eftir er okkur stöðugt velt uppúr þeim illvirkjum sem nazistarnir frömdu á árunum 1933-1945, og svo höfum við heyrt ófáar sögur af hefndarverkum sovétmanna í A-Þýskalandi og skipulögðum nauðgunum og þess háttar. En það er nú ekki jafn oft sem við heyrum af stríðsglæpum vestrænu lýðveldanna. Þeir jú hentu tveim kjarnorkusprengjum á borgir sem að mínu mati er hræðilegur stríðsglæpur. En Bandamenn höfðu nú ekki alveg hreina samvisku....

RMS Titanic, seinni hluti (16 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 3 mánuðum
“CQD CQD SOS Titanic Position 41.44 N 50.24 W. Require immediate assistance. Come at once. We struck an iceberg. Sinking” Eitt mesta sjóslys sögunnar átti sér stað úti á Atlantshafi útundan Nýfundalandi í apríl árið 1912. Þegar útafsáætlunarþegaskipið RMS Titanic sökk eftir árekstur við ísjaka í jómfrúarferð sinni. Það var táknrænt fyrir líf ríka yfirstéttarfólksins í Bretlandi eftir Victoríutímann og fyrir fyrra stríð. Þarna eru komnar saman tvær myndir þess þjóðfélags, ríka, snobbaða...

RMS Titanic, fyrri hluti (14 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 3 mánuðum
“Not even God himself could sink this ship” Eitt mesta sjóslys sögunnar átti sér stað úti á Atlantshafi útundan Nýfundalandi í apríl árið 1912. Þegar útafsáætlunarþegaskipið RMS Titanic sökk eftir árekstur við ísjaka í jómfrúarferð sinni. Það var táknrænt fyrir líf ríka yfirstéttarfólksins í Bretlandi eftir Victoríutímann og fyrir fyrra stríð. Þarna eru komnar saman tvær myndir þess þjóðfélags, ríka, snobbaða breska (og ameríska) fólkið og fátækir enskir og írskir útflytjendur, saman komnar...

Erindrekinn [Sögukeppni] (12 álit)

í Blizzard leikir fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Þetta var rólegur dagur í konungshöllinni. Þrátt fyrir miklar annir síðastliðna daga ríkti ró í höllini þótt hættan stóð sem hæst. Erindreki systurkonungdæmisins Lordaeron gekk eftir stórum steinbyggðum ganginum sem þakinn var fánum og skjaldarmerkjum í átt að feiknarstórri tréhurð. Tveir vopnaðir brynklæddir verðir með atgeir og skyldi opnuðu risastóru dyrnar með því að grípa í tvo járnarma á miðjum hurðunum. Bak við dyrnar sat konungurinn. Hann var hugsi. Hann sat í stóru hásæti við borð...

Æskuár Hitlers 3. hluti (16 álit)

í Sagnfræði fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Þetta er þriðji hlutinn í trílogíunni; Æskuár Hitlers. Nú er Hitler orðinn 19 ára gamall og að skríða uppúr æsku sinni. Hérna verður fjallað um Hitler eftir að hann flutti til Vínar og þar til hann flutti til Þýskalands 1913. Í fjórða partinum verður svo fjallað um hlut Foringjans í fyrri heimstyrjöldinni. Árið 1908 flutti hinn nítján ára gamli Adolf Hitler til höfuðborgar Austurríska-Ungverska keisaradæmisins, Vín. Félagi hans frá Linz, August Kubizek kom með og varð herbergisfélagi hans. Í...

Æskuár Hitlers 2. hluti (13 álit)

í Sagnfræði fyrir 19 árum
Myndin er tekin þegar hann er aðeins eldri en á umræddum tíma (13-18 ára.) En ég fann enga aðra mynd af honum yngri svo þessi verður að duga. Hitler laus undan oki föðurs síns. Eftir að faðir Hitlers dó árið 1903 þurfti hann ekki lengur að rífast við hann um hvað hann ætti að læra eða hvað hann ætti að vinna við. Faðir hans vildi alltaf að hann yrði einhversskonar embættismaður í skrifstofu hlekkjaður við skrifborð og ritvinnslu. Hitler hafði framandi drauma um að verða myndlistamaður. Honum...

Æskuár Hitlers (20 álit)

í Sagnfræði fyrir 19 árum
Fáir menn hafa haft jafnmikil áhrif á söguna og hann Adolf gamli Hitler. Og eins og flestir vita var hann einræðisherra í Þýskalandi og hélt Evrópu í heljargreipum á árunum 1939 til 1945. Árið 1945 og 44 voru margar af merkum borgum í Sovétríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi rjúkandi rústir einar. Falleg akurlendi urðu að djúpum moldholum og sprengigígum. En hvernig var þessi maður? Honum er langoftast lýst af þeim sem umgengust hann sem skapmiklum uppstökkum þursi sem var blíður innst inni...

Morðið á Franz Ferdinand (11 álit)

í Sagnfræði fyrir 19 árum, 1 mánuði
Þetta eru meðal annars þýðingar mínar á sama efni á Wikipedia. Árið 1894 fæddist Gavrilo Princip í bænum Obljaj í Bosníu Hersegóvínu. Foreldrar hans Petar og Marija Nana née Micic höfðu fætt níu börn en sex af þeim dóu í bernsku. Heilsa Gavrilo var slök þar sem hann var berklasjúklingur sem leiddi til dauða hans árið 1918. Sem námsmaður skaraði Gavrilo fram úr bekkjarfélögum sínum, sérstaklega í sögu. Þegar hann var þrettán ára, stefndi hann á að ganga í herinn og fór til Sarajevo til þess...

Saddam Hussein (11 álit)

í Sagnfræði fyrir 19 árum, 2 mánuðum
Mig langar aðeins að fjalla um æfi Saddams Husseins í stuttum dráttum. Þetta er nú ekkert sérlega nákvæmt en verður að duga. Saddam Hussein fæddist 28. apríl árið 1937 í fátækri fjölskyldu sem lifði á fjárrækt í litla þorpinu al-Auja nærri miðju Íraks. Þegar hann var tíu ára fluttist hann til Baghdad til að búa með frænda sínum Khayrallah Tulfah sem kenndi honum margt um pólitík og það var frá honum sem Saddam fékk biturleika sinn til vestrænna heimsvaldasinna. Eftir að hafa stundað nám í...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok