Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

SMOOOTH
SMOOOTH Notandi frá fornöld 30 stig

Re: Jambalaya

í Matargerð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
http://chef2chef.net/cgi-bin/menuc.cgi?search=jambalaya

Re: Half Life 2 VS Max Payne 2

í Half-Life fyrir 21 árum
má bæta við að handritið er víst allt að þrisvar sinnum lengra en síðast .. http://www.shacknews.com/extras/interviews/093003_maxpayne2_1.x p.s. gamli max payne virkar heldur ekki hjá mér í W2K (var síðasti söludagur á þessu drasli??)

Re: HAMBORGARAR ! ! ! ! ! ! ! ! ! ! !

í Matargerð fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Hmm .. Voru ekki allir búnir að lesa þetta (orðrétt) á mbl.is ? Já eða bara í blaðinu sjálfu ?

Re: Natrual

í Half-Life fyrir 21 árum, 3 mánuðum
*hóst* Hvað er þetta rugl að gera hérna á TFC korknum ? *hóst*

Re: Að steikja hamborgara

í Matargerð fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Smá ábending .. Þegar talað er um þyngd hamborgara (og í öðrum kjötmáltíðum) þá er BARA átt við þyngd kjötsins. Það þýðir að þessi hamborgari þinn er ennþá bara 150gr samsettur en ekki rúmlega 200gr. Ég hef líka séð að þetta er oft mælt fyrir steikingu sem veldur rýrnun í kjöti þannig að kannski er hamborgarinn (kjötið sjálft) bara orðið 110gr.

Re: Vill enginn spila?

í Half-Life fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Prayer. Það er rétt hjá þér að við spiluðum ekki leikinn í upphafi eins og hann spilast í dag. Þá var þetta mun agaðra og menn spiluðu stöðurnar sínar út allt mappið en í dag er þetta bara kaos allt í gegn. Annað, ef þú hefur ekki mátt vera annað en Soldier þá finnst mér frekar líklegt að það hafi verið búið að setja á serverinn eitthvað rugl single class map, þar sem ekki er hægt að vera annað er Soldier. Þetta er EKKI í reglunum það er á tæru. Og að lokum. Það er ekki í anda TFC...

Re: Vantar þig uppskrift að góðum...

í Matargerð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Betra að fara hingað held ég http://www.webtender.com/ .. Ég nennti að vísu ekki að sækja eitthvað skjal til að browsa í, og held að fleiri séu sammála mér þar ;) Kv. SMOOOTH

Re: Hvað er Vermút?

í Matargerð fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þetta er td. Martini Extra dry .. Sjá : http://pottur.strengur.is//isroot/vinbud/ImagesOnline/ProductImages/g20h/00624.jpg .. Það stendur vermouth þarna á miðjum miðanum ca rétt fyrir ofan miðju. Eða ef linkur klikkar (ala hugi) þá er hægt að leita að Martini á atvr.is

Re: Ein ástæða

í Half-Life fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Já .. “heiðarleg tilraun” .. sem var ekki að virka þrátt fyrir vilja og getu nokkura manna .. það er bara því miður ekki til agi eða sjálfsstjórn í mörgum íslenskum spilurum, ekki það að kanarnir hafi verið skárri en þeir sem vildu spila hérna á okkar serverum og “hanga” með okkur sem vorum inná (í den) þeir voru í lagi. En auðvitað eru þetta oft bara skemmdu eplin sem eyðileggja fyrir öllum hinum. Ég hætti (í bili allavega) vegna þess að það eru svo hrikalega fáir sem vilja spila leikinn...

Re: Áfengis- og tóbaksversslun ríkisins.

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Apocalisp hefur rétt fyrir sér. Þetta með vöruúrvalið…. Litli kaupmaðurinn á horninu í Kaupmannahöfn bíður upp á, að manni fannst, fleiri sortir af rauðvíni heldur en ÁTVR gerir í þeim búðum sem eru ekki með svokallaða “sérlista”. Og ekki nóg með það heldur er þessi “kaupmaður” líka ávalt með tilboð sem hljóða kannski upp á 3 fyrir 100kr (danskar). Ekki má gleyma einu aðal ruglinu sem var/er hjá ÁTVR, en það eru sölutölur yfir hverja sort. Víntegund þarf með öðrum orðum að seljast í...

Re: Konungsríkið ísland

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hey! .. Það er ekkert tengt stjórnmálum að vera “örv”hentur!! Bara að koma því að, en fyrst ég er byrjaður þá .. Ég sem borgarbúi og íbúðareigandi mun aldrei getað treyst Ingibjörgu fyrir fjármálum landsins, eftir að hafa verið lofað að ekki skyldu skattar hækka (þeir hækkuðu kannski ekki strax en ÖLL hin gjöldin tvö til áttfaldast bara í staðin). Ég er líka virkjanasinni og margt annað sem er þyrnir í augum “kommúnista” og er bara MJÖG stoltur af mér fyrir það ;) Kv. SMOOOTH (styð x-d ef...

varðandi ummæli um "styrk" Hrafns

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Che þú veist það að það var Þorfinur Ómarsson sem veitti Hrafni þennann “styrk” ? ekki Sjálfstæðisflokkurinn eða Davíð Oddsson. Þú veist þá væntanlega líka að mál þorfinns er á leið til ríkissaksóknara. Ef þér er kannski bara illa við að Hrafn Gunnlaugsson fái peninga, þá hefðirðu allt eins getað risið upp á “afturlappirnar” og æst þig yfir því þegar Hrafni voru “dæmdar” að ganga 12 millur fyrir það eitt að “hætta við framkvæmdir” á Lauganesinu. (hafið þið séð ruslið þarna hjá honum???)...

Re: Skoðunarkönnunin

í Matargerð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Hornið er reyndar talið einn af fyrstu pizzastöðum landsins, ef ekki sá fyrsti. En það er rétt það eru margir staðir sem eru að selja pizzur og eru ekki beint “pizzastaðir” í eiginlegri merkingu. Allir staðir með vott af ítölsku ívafi á matseðlinum eru að bjóða upp á pizzur líka. En það er einn staður þarna sem er nú líka einn af þessum pízzastaða klassa (jafnvel ofar) sem að mínu mati er alveg skammlaust hægt að kalla einn þann besta á landinu, en það er Eldsmiðjan. Þar eru bakaðar pizzur...

Re: Dylgjur (ábyggilega mest notaðasta orðið í dag)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Er Erfðagreining búin að fá þessa peninga??? Ef ég hef tekið rétt eftir þá er þetta mál ekki búið sko, allavega er ekki búið að afhenda peninga svo mikið hef ég heyrt … En ég er samt ekki 100% ;)

Re: Brasilíu Kappaksturinn (spoler)

í Formúla 1 fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Málið er að því að mér skilst, þá segja reglur FIA, að notast skuli við stöðu síðasta HEILA hrings sem ekinn er áður en rauða flaggið kemur út. Þar af leiðandi var Fisichella í öðru sætinu þar sem hann tekur fram úr Raikkonen á þessum “stöðvunar”hring. Eftir því sem maður heyrir núna aftur á móti, þá er strax talað um að “endurskoða” reglurnar um þetta. Það má ekki gleyma að liðin fengu undanþágu frá reglunum um að ekkert megi gera fyrir bílana á milli tímatöku 2 og keppni, til þess að...

Re: Yfirburðir í fyrri tímatöku???

í Formúla 1 fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Bíddu .. Hvernig fór þetta svo aftur ? ;) En varðandi RUV .. Það má sko alveg hrósa þeim fyrir það að hafa þó byrjað á þessum útsendingum, já og að halda þessu efni órugluðu. Þetta eitt fær mig til að greiða þessa árans skylduáskrift. Og líka, ef menn hafa ekki tekið eftir því nú þegar, þá er formúlan að raka að sér mun meira áhorfi en tuðrusparkið og það úr miklu breiðari hóp þjóðarinnar. Maður er að frétta af litlum börnum og upp í rosknar ömmur (amma mín td.) sem hafa mjög gaman af þessu,...

Re: LESIÐ ÞETTA LÍKA DOD OG CS DUDES!!

í Half-Life fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Huhh ? Ég get bara ekki séð alveg hvað menn eiga við með að ég sé að “rakka menn niður” hérna. Mér fannst ég vera að benda viðkomandi á þá staðreynd að þetta “komið á server!!” dæmi, virkaði ekki og það hefur aldrei virkað BTW. Nema “kannski” ef menn segðu að það væri stefnt á að hittast á servernum og spila á föstudag eða laugardag klukkan 21:00 (eftir 5 daga). Síðan “hélt” ég að eftirfarandi lína væri bara til þess fallin að hvetja menn til að vera á #TFC.is en ekki bara joina og gala...

Re: LESIÐ ÞETTA LÍKA DOD OG CS DUDES!!

í Half-Life fyrir 21 árum, 7 mánuðum
Hmm … Veistu .. Þetta virkar ekki hérna frekar en “Caps”Spam á ircinu. Menn eru margir hverjir að lesa hugi.is alltof seint fyrir svona skilaboð, og það að auki þá verður yfirleitt að hafa amk. dags fyrirvara á svona “plönuðum” TFC kvöldum .. jafnvel 2-5 daga fyrirvara. Og fyrst ég er byrjaður að svara þér … Þá vill ég benda þér “Godspeed” á að EF ég næ þér við svona heimtu(frekju) skilaboð á #TFC.is [15:34:26 ALLIR KOMA Á FORTRESS E!!! [15:34:52 [Fortress.is - E] Team Fortress...

Re: Kúkurinn í lauginni. (Davíð)

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Er það sjálfgefið að vera stuðningsmaður stríðs í Írak ef fólk kýs Sjálfstæðisflokkinn? Er það þá ekki líka sjálfgefið að vera á móti Kárahnjúkavirkjun og álveri, ef fólk kýs Samfylkinguna eða Vinstri græna? (prófaðu að segja þetta á austfjörðum ) Þótt menn kjósi hina og þessa flokka þá er ekkert samasem merki á það að sama fólk sé ALGERLEGA sammála öllu sem hinir ýmsu frambjóðendur þeirra segja eða gera. Hvað þá að þessir einstaklingar sem kjósa flokkana og stefnu þeirra sé að elta...

Re: Fortress E

í Half-Life fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Err.. EF ég skil þetta allt rétt þá ætla ég að “reyna” að segja eitthvað bull um þetta ;) Ég er nú eiginlega sammála hoddey, með að ef 2fort er keyrt lengi þá sé vottur af skemmtun á servernum. En jú kannski mætti setja “max” extend tíma á hvert mapp? (hámark 2 extend kannnski) En annað, hafa menn ekki spáð í því “hvers vegna” serverinn tæmist þegar næsta map kemur? Þótt menn eigi mortality_l og fleiri möpp sem eru þarna inni á E, þá eru flestir bara alls ekki að nenna að spila önnur möpp en...

Re: Hugi og woncomm.lst probblems

í Half-Life fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Úff ekkert vera að hafa áhyggjur af þessum pósti drengir .. Ég bara notaði tækifærið og “tók til” í Sierra möppunni .. henti bara ÖLLU út og installaði upp á nýtt (tók að vísu backup af TFC möppunni og öllum möppunum sem voru/eru þar, jú og líka þessi fáu HL-DM möpp sem er nauðsynlegt að eiga). Núna er ekkert Action HL, Firearms, DoD eða CS að þvælast fyrir mér lengur .. bara gamli góði HL og TFC ;) Kv SMOOOTH (mun léttari á sér .. ca 500Meg - 1Gig léttari)

Re: Hugi og woncomm.lst probblems

í Half-Life fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Ég gleymdi að segja …. Að þegar ég klikka á HL-TFC iconinn, þá fæ ég fyrst á skjáinn lítinn glugga sem segir að ég sé með “bogus woncomm.lst file” :( SMOOOTH

Re: Hjálp með ircið?

í Hugi fyrir 21 árum, 8 mánuðum
hef verið með fasta ip frá því ég fékk ADSL .. það er ekki vandamálið hjá mér SMOOOTH

Re: Hjálp með ircið?

í Hugi fyrir 21 árum, 8 mánuðum
Það er greinilegt að símnet og/eða irc.simnet.is eru í döðlu. Þetta kom svona hjá mér núna áðan, eftir að tölvu greyið gerðist svo óheppið að krassa smá (vegna firewalls vesens) .. Ég skoðaði IP töluna sem ég er tengdur inn á ircið með, og hún er allt öðruvísi en sú sem ég er normalt með (er núna +nafn@xxx.xx.xxx.xx en “á” að vera nick!nafn@adsl..eitthvað) og mér er tjáð að það sé “eins” og ég sé að koma inn sem útlendingur!! Mín reynsla undanfarna daga af þessu simneti og þjónustuverinu...

Re: Team Fortress Classic

í Half-Life fyrir 21 árum, 9 mánuðum
Frábært framtak!! .. Kominn tími til að einhver fórnaði sér í að tala um eitthvað annað en CS hérna í greinunum ;) Allt flott og fínt .. Líka viðaukinn hjá “Rutep” Einhver kvartaði undan viðmóti á #TFC.is, en ég væri alveg til í að fá að vita hver hagaði sér svona þar sem TFC “menningin” hefur sérstakt orð á sér fyrir að vera “kammó”, kurteist og hjálplegt gagnvart nýjum spilurum. En varðandi upphaflega grein, þá get ég bent á örfá atriði í “leiðréttingum” (tekið án áhersluröðunar). Sniper:...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok