Málið er að því að mér skilst, þá segja reglur FIA, að notast skuli við stöðu síðasta HEILA hrings sem ekinn er áður en rauða flaggið kemur út. Þar af leiðandi var Fisichella í öðru sætinu þar sem hann tekur fram úr Raikkonen á þessum “stöðvunar”hring. Eftir því sem maður heyrir núna aftur á móti, þá er strax talað um að “endurskoða” reglurnar um þetta. Það má ekki gleyma að liðin fengu undanþágu frá reglunum um að ekkert megi gera fyrir bílana á milli tímatöku 2 og keppni, til þess að...