Nú í kjölfar forsetakosninganna hefur hver pólitíkusinn á fætur öðrum verið að lýsa þeim tölum sem komu upp úr kjörkössunum. Þeir sem hallast til hægri segja að mikil gjá sé á milli forseta og þjóðar og þessi úrslit séu áfellisdómur yfir verkum Ólafs. Aðrir segja, og eru það þeir sem hallast til vinstri, að þetta sé hreinn og beinn sigur fyrir Ólaf og styrki umboð hans til næstu fjögurra ára. En hvað segja tölurnar okkur um þetta allt saman? Hvort er rétt? Var Ólafur að vinna stórsigur eða...