Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Samanburður á Redhat (8 álit)

í Linux fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Getur einhver upplýst mig um samanburð á kröfum sem mism. RedHat kerfi gera til vélbúnaðar. Er með gamla vél sem keyrir RedHat 7.3 þolanlega og langar að vita hvort hún ráði við RedHat 9. Veit að vélbúnaðarkröfur (e. system requirement) eru uppfylltar en getur einhver miðlað upplýsingum af reynslu. Kv. SGC

Íslenskir stafir í KDE (4 álit)

í Linux fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Það vakti furðu mína er ég keyrði KDE upp í fyrsta skipti á RH 7.3, að alla íslensku stafina vantaði. Kemur á óvart þar sem þetta vandamál var ekki til staðar með eldri útgáfur rauða hattsins. Núna langar mig í KDE á RH 9 nema hvað, vandamálið hefur haldist frá RH 7.3. Kannast einhver við þetta vandamál og það sem frekar er, hefur einhver leyst það ? Kveðja SGC

ASP á netinu (2 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 21 árum, 6 mánuðum
Veit einhver hvar hægt er að finna upplýsingar um föll og aðferðir í ASP á einum stað. Vísa til ,,documentation'' tengilsins á PHP.net en mig vantar sambærilegt fyrir asp.

Tónleikar um helgina !! (1 álit)

í Jazz og blús fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Ég var að fá óljósar fregnir af tónleikum um helgina. Ef svo er fynndist mér að stjórnendur áhugamálsins ættu að vera með á því. Vantar ekki pínu upp á að uppfæra viðburði ?

IRC stillingar (1 álit)

í Linux fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Getur einhver sagt mér hvernig ég kem ksirc í gang á tölvunni minni ? Ég geri ráð fyrir að það séu einhverjar staðbundnar stillingar sem ég þarf að pikka inn áður en forritið getur tengt sig. Væri gott ef einhver hefur gengið í gegnum próses sem hægt er að miða við.

Shuttle skókassar (1 álit)

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað þessir x86 skókassar eru. Er þetta PC eða er þetta enn einn örgjörvinn (svona til að gera þetta enn flóknara) ? Einnig væri skemmtilegt að heyra hvar svona kassar fást. Sjálfur var ég að sjá þetta í fyrsta skipti í greininni ,,Shuttle skókassar''.

Atburðir ! (2 álit)

í Jazz og blús fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Eftir glæsilega menningarnótt, þar sem ég gat notið þess að hlusta á jazz, fór ég að velta því fyrir mér hvort ekki séu fleiri uppákomur en tónleikar í desember. Það vill svo til að ég, og kannski fleiri, er að byrja að kynna mér stefnuna. Allt gott með það en ég veit ekki hvar er hægt að nálgast upplýsingar um uppákomur. Geri ráð fyrir að stjórnendur þessa áhugamáls hafi metnað fyrir því að vera alltaf með nýjustu upplýsingar. Fyrir þá sem eru inni í málunum spyr ég, aftur, er ekki meir að...

Hitamælingar ! (2 álit)

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Mér þætti mjög gaman ef hægt væri að útskýra fyrir mér hvernig er fylgst með hita örgjörvans og almennt í kassanum. Eru mælingarnar fyrir hendi eða þarf eitthvert forrit til að fá upplýsingarnar ? Er kannski mælt með hitamæli ? Væri gaman að heyra hvernig vanir fara að þessu !!!

Viðmót ! (3 álit)

í Linux fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Er að velta því fyrir mér hvaða notandaviðmót fólk er að nota. Sjálfur er ég í fvwm2 sem er gluggavél og notast mest megnis við console glugga til að framfylgja skipunum.(Gamli DOS fílingurinn) Er líka að spá í hvað fólk er að nota linuxinn og spurning hvort ekki sé hægt að gera það í Win.
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok