Þetta er fyrirlestur sem ég og vinur minn Adddi héldum í stjörnufræði um leitina að lífi. Ég læt heimildaskrána fylgja, þar eru m.a. slóðir að myndum sem við notuðum. Leitin að lífi: Hvað er líf? Öll þekkjum við klassísku líffræði skilgreininguna. Líf hefur 7 einkenni: Líf er gert úr frumum, Líf nærist, Líf fjölgar sér, Líf hreyfist, Líf bregst við áreiti o.s.frv. Þessi skilgreining er samt heldur þröng, þó hún lýsi vel lífi eins og við þekkjum það. Ef við erum að hugsa um líf á öðrum...