Þetta leyfir þjóninum að breyta stillingum þínum. Mörg mod þurfa þetta svo leikurinn samhæfist með þeim. Fyrir nokkru var þessi skipun ekki til og var þar af leiðandi fast stillt á 0, en fyrir stuttu kom út uppfærsla sem bætti þessari skipun og með bætingunni var hún sett á 1 sjálfkrafa. Þetta leiddi til þess að mörg mod hættu að fúnkera rétt, og biðja þau því notendann að laga þetta.
Vista er mjög stórt í vinnslu sökum þess hve mikið meira er í gangi varðandi grafískt viðmót og margt annað, og það er engin afsökun að segja “fáðu þér meira vinnsluminni.” Hví ekki að fá sér meira vinnsluminni og halda XP og fá ENN meiri afköst? Og já, Windows XP er enn haugfullt af göllum.
Segir sig svolítið sjálft. Þetta er eins og að koma með staðhæfinguna “Þú færð betra FPS í 1.6 heldur en source”. Auðvitað færðu betra FPS í 1.6! Það er sex ára gamall leikur sem hefur mjög lítið breyst, jafnvel bæst með tímanum og nýtir sér minnsta mögulega minnið, þegar aftur á móti er Source glænýr og glansandi leikur í einum af mestu gæðum sem völ eru á.
Ætli það sé ekki af sömu ástæðu og forritarar hafa aldrei neitt hugvit á hönnun? Annars, þá er ég mikið fyrir grafíska hönnun, en hef þó áhuga á Linux, og reyni mitt besta í að fikra mig áfram, en virðist aldrei ná fótfestu. :)
Ég efa það að þú hafir aldur til að spila Counterstrike. Einnig, þá geturðu sagt foreldrunum þínum að svo lengi sem þú spilar ekki World of Warcraft þá þurfa þau ekki að hafa áhyggjur.
Hef verið að lenda í þessu með all margar síður, þó að þrjóskinn sigri þetta ávallt. Virðist þó eitthvað tengjast torrent hjá mér, þar sem istorrent á það til að detta niður og allar skrárnar reyna að uppfæra sig samtímis.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..