Hehe. Ég notaði sko digital myndavél. En fyrsta testið sem ég gerði með nokkrum öðrum gaurum, var lego kall að fara úr bíl, allt gekk vel, hann stóð upp, byrjaði að hoppa, HÉKK SVO ALLT Í EINU Í TANNÞRÆÐI OG SNÉRIST Í HRINGI! og stóð svo á jörðinni.
Hehe. Ekkert handrit hjá mér. Ekki eitt einasta atriði planað, fyrir utan næstu skref sem kallarnir áttu að taka. Og svo var ég svo mikill snillingur að gera frekar mikið af myndinni á teppi, og þá náttúrulega hið minnsta mál að láta þessi helvítis kvikindi standa! Stundum lágu kallarnir bara á jörðinni og næstu millisekóntu voru þeir aftur farnir að standa (tók ekki á eftir því við myndatöku :S). Stundum var líka ég að stilla upp köllunum og vinur minn tók bara myndir þegar ég færði...
Gerði einu sinni með lego köllum. Úff.. það var leiðinlegt. Ég og vinur minn vorum að því og það var ÓMÖGULEGT að vera að vinna við það meira en 30 mín á dag. Gáfumst alltaf upp. En, eftir nokkra viku vinnu náðum við að klára það.
Já. Mæli með að þú kynnir þér þetta á áhugamálinu Vefsíðugerð undir flokknum Tölvur og Tækni (reyndar næst neðsta hvíta áhugamálið hérna vinstra megin). Myndi kynna þér CSS ef ég væri þú, þó að ég noti sjálfur töflur (tvær tegundir af vefsíðu hönnun). Töflur eru svona.. eins og að búa til vefsíðu innan í excel, allt saman í reitum, en CSS er þannig að þú getur fært allt saman um eins og þú vilt og full stjórn á öllu. Frekar einfalt þegar maður nær tökum á þessu.
Það sem þarf að laga númer eitt tvö og þrú er, þú þarft að gera ráð fyrir því hvernig þú ætlar þér að setja þetta upp í html formi. Með þessa síðu gæti það verið frekar erfitt (nema þú hafir hana bara svona, ekkert að teygjast niður eða neitt þannig). Annars þarf alltaf að íhuga hvernig hægt er að minnka stærð þegar þú setur upp í html formi til að minnka bandvídd etc. Annars er þetta helvíti flott hjá þér.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..