Varasambönd við gervihnetti eru SKELFILEGA hægvirk, og eru nánast aðeins undir símaflutning. Ég hef lítið vitað til þess að sjómenn séu að slíta þessa strengi núna á seinustu árum. Þetta er vaktað allan sólahringinn í Reykjavík, og ef skip sigla of nálægt er yfirleitt kallað á þau. Seinustu skemmdir á CANTAT-3 voru á 5km dýpi ef ég man rétt, og flestar skemmdir á FARICE hafa verið á landi.