Mér finnst ljóðið jafn gott og titillinn. Í staðinn fyrir að lýsa ráðvilltu og aumkunarverðu hugarvíli sjálfs höfundar eins og flestir aðrir sem hér skrifa, ræðst Cruxton að rótum vandans sem liggur í umbúðasamfélaginu. Allir skulu steyptir í form eftir uppskrift að gildandi normum samfélagsins. Endanlegt takmark virðist vera að allir séu eins og þú haldir að þú getir eingöngu skarað framúr með því að vera mest “eins”. Haltu áfram á sömu braut.