Ég er mikið búinn að velta fyrir mér hvað það sé sem ræður því hvaða hljómsveitir koma hingað til Íslands.Hvernig velja tónleikahaldarar þær hljómsveitir sem koma hingað?Fara þeir eingöngu eftir plötusölu og vinsældum eða eru þeir að taka einhverja raunverulega áhættu.Með tilkomu Egilshallar þá opnast sá möguleiki að fá stærri og þekktari hljómsveitir til landsins og er Metallica gott dæmi um hljómsveit sem er þekkt og það var ljóst alveg í byrjun að þeir myndu ná að selja þá miða sem væru í...