Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Runaldo
Runaldo Notandi síðan fyrir 20 árum, 8 mánuðum 46 ára karlmaður
38 stig Sambandsstaða: Á lausu
Hefur áhuga á: Konum
Áhugamál: Hjól, Metall

Evrópu túr Megadeth (7 álit)

í Metall fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Þar sem evróputúr Megadeth byrjar á morgun,það er að segja 1.febrúar þá langar mig til að vita hversu margir ætla að fara á tónleika og hvar. Ég mun sjá þá í The Astoria í London 9.febrúa

Góðar fréttir fyrir rokkara ? (6 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég var að lesa fréttablaðið og vissi ekki hvort ég átti að gráta af gleði eða eða hlæja mig máttlausan.Nú hefur endanlega sannast að Íslendingar hafa ekki áhuga á vinsælda poppi því Pink hefur hætt við seinni tónleika sína og 50 cent verið færður í Laugardalshöll. Ég held að þetta séu mjög góðar fréttir fyrir alla sem hlusta á rokk og metal því nú munu tónleikahaldarar hugsa sig tvisar um áður en þeir reyna að flytja inn eitthvað vinsælda popp.Ég held að í framhaldi af þessu muni þeir fara...

Listamenn afhjúpaðir? (12 álit)

í Tilveran fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Loksins er búið að sanna það sem ég hef alltaf haldið fram en það er að til að vera “listamaður” þarf maður í raun og veru enga hæfileika heldur bara vera nógu ruglaður.Ég var að horfa á fréttirnar og þar var verið að sýna málverk eftir einhver dýr og krotið sem þau gerðu var alls ekki verra en það sem þessir svokölluðu “listamenn” eru að gera og selja fyrir fullt af pening.Nú þarf maður bara að koma með einhvrja frumlega hugmynd og reyna að sækja um að komast á...

Uppáhalds Coverlög (10 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég er yfirleitt mjög á móti því að hljómsveitir spili lög eftir aðra en stundum getur það verið mjög töff og komið frábærlega út.Mig langar til að vita hver eru ykkar uppáhalds coverlög.Mín eru eftirfarandi. 1.Painkiller ( judas Priest ) með Death 2.No Remorse ( Metallica ) með Cannibal Corpse 3.Am I Evil ( Diamond Head ) með Metallica 4.Whole Lotta Rosie ( AC/DC ) og Nice Boys ( Rose Tattoo ) með Guns n Roses Svo eru líka til nokkur góð lög með hljómsveitum eins og Megadeth,Slayer,Six Feet...

Draumabönd til Íslands (80 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég er mikið búinn að velta fyrir mér hvað það sé sem ræður því hvaða hljómsveitir koma hingað til Íslands.Hvernig velja tónleikahaldarar þær hljómsveitir sem koma hingað?Fara þeir eingöngu eftir plötusölu og vinsældum eða eru þeir að taka einhverja raunverulega áhættu.Með tilkomu Egilshallar þá opnast sá möguleiki að fá stærri og þekktari hljómsveitir til landsins og er Metallica gott dæmi um hljómsveit sem er þekkt og það var ljóst alveg í byrjun að þeir myndu ná að selja þá miða sem væru í...

Hvaða hljómsveit/ir (14 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Mig langar til að vita hvaða hljómsveit varð til þess að þið byrjuðuð hlusta á þungarokk og hvort að þið hlustið ennþá á þá hljómsveit eða hefur ykkar smekkur þróast út í eitthvað allt annað. Ég get þakkað Guns n Roses og Metallica fyrir það að ég fékk áhuga á þungarokki og ég hlusta ennþá á þær í dag þó ég hafi hlustað á þær í yfir áratug. Í gegnum tíðinna hefur smekkurinn breyst mikið,hlustaði á Sepultura,pantera,Machine Head,Entombed,Obituary, og fullt af öðru stuffi. Í dag hlusta ég...

Nýja Metallica myndbandið (3 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég var að skoða nýja myndbandið við Some Kind of Monster. Mér fannst það ekkert sérstakt enda búin að sjá öll myndskeiðin áður í heimildarmyndinni. Myndbandið er semsagt bara brot úr bíómyndinni og það er búið að skjóta nokkrum audiolínum úr myndinni inní lagið. Myndbandið er á Metallica heimasíðunni undir toppsecret og ég held að bara þeir sem eru í klúbbnum geti séð það. Ef einhverjir fleiri hafa séð þetta myndband endilega látiði ykkar skoðun í ljós.

Megadeth The System Has Failed (7 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Vinnufélagi minn lét mig fá eintak í gær en eins og þið kannski vitið þá er búið að leka plötunni á netið.Ef þið hafið heyrt þetta stöff látið mig vita hvernig ykkur finnst. Mér finnst þetta ágætis plata,verður betri með hverri hlustun enda er hún mjög fjölbreytt og maður heyrir alveg að lögin eru samin á mismunandi tíma. Það eru flott gítarsóló inn á milli og trommurnar nokkuð þéttar ekkert svona newmetal drasl heldur klassískt þungarokk.

Metallica Demos (4 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hversu margir hafa heyrt eða eiga demo með Metallica. Ég á demo af öllum plötum Metallica nema St Anger.Ef þið eigið eða hafið heyrt demoin segið mér hvað ykkur finnst.Mér finnst mjög gaman að hlusta á demoin þeirra enda eru þau oft miklu hrárri og skemmtilegri og stundum með öðru vísi textum og gítar sólóum. No live til leather. Demo af lögum sem enduðu á Kill´em All gefin út í júlí 1982. það verða allir Metallica aðdáendur að reyna ná sér í eintak af þessum upptökum því að þarna sannast...

Kaup á tónleikaupptökum (7 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Eins og kannski margir vita þá geta meðlimir Metallica klúbbsins keypt upptökur af öllum tónleikum Metallica á madly in anger with the world tour. Mig langar til að vita hversu margir ætla að kaupa tónleikana sem voru haldnir á Íslandi. Ég ætla að kaupa bæði tónleikana á Íslandi og svo líka frá Download festival ( var staddur þar ).

Gamlar auglýsingar (2 álit)

í Tilveran fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Það fer rosalega í taugarnar á mér þegar ég skoða kannski ekki alveg nýjustu korkana en maður er enn þá að sjá auglýsta miða á Korn og Deep Purple. Er ekki hægt að setja reglur eða eitthvað um að láta eyða þessum korkum um leið og tónleikarnir eru afstaðnir því það nennir enginn að lesa auglýsigar um miða á liðna atburði og svo tekur þetta líka óþarfa pláss.

Meet and greet passar (4 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þegar ég heyrði að Metallica væri á leiðinni þá skráði ég mig í klúbbinn bæði til að fá forgang í miðasölu og til að fá það sem þeir kalla meet and greet ( baksviðs passa )því miður var ég og vinir mínir ekki svo heppnir að vera dregnir út en mig langar til að vita hvort að þið hafið heyrt um eða þekkið einhvern sem að var dreginn út eða hvort að allir miðarnir hafi lent í höndunum á útlendingum.

some kind of monster (4 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Mig langar til að athuga hversu margir hafa séð myndina og hvert álit ykkar er og ef einhver er ekki búinn að sjá myndina en langar til þess og vill láta koma sér á óvart á viðkomandi að hætta að lesa núna, Það er búinn að líða smá tími síðan ég sá hana þannig að ég man kanski ekki eftir öllu. Ég hef yfirleitt ekkert gaman af heimildarmyndum en þessi mynd kom mér á óvart og ég hafði mjög gaman af henni.Hápunktar myndarinnar fannst mér vera. 1. Þegar Lars og Dave Mustaine hittast eftir langt...

Safnarar (1 álit)

í Músík almennt fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Mig langaði að gera smá könnun á því hvort að það væru einhverjir á huga sem væru að safna diskum með uppáhalds hljómsveitunum sínum eða hvort að ég væri eini vitleysingurinn Ég vil fá að vita ef þið eruð að safna diskum með hvaða hljómsveit/um Ég er að safna diskum með Guns n Roses og Metallica og bara svona upp á grínið ætla ég að láta lista með smáskífum Metallica fylgja með. Titill jump in the fire 12“ ( shaped picture disc ) Jump in the fire 12” Creeping Death 12“ ( gull plata )...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok