Ég virðist stundum koma mér upp frekar yfirborðskenndri hrifningu, þar sem ég held ég sé þvílíkt hrifinn, en ekki þannig ég geri neitt í því, og svo átta ég mig fyrr en seinna að ég er í raun ekkert hrifinn af stelpunni, bara hugmyndinni af því að vera í sambandi… Það var ekki fyrir löngu síðan að ég var mjög hrifinn af stelpu, en ég var nokkuð viss um að hún væri ekkert hrifin af mér, bara vinkona mín, og þar sem hún var/er ári eldri en ég (munar um það þegar maður er í 9. bekk) þá hafði ég...