Tók einmitt eftir svona skilaboðum í gestabók hjá kunningja mínum áðan. Spáði samt ekkert í þessu þá, var viss um að þetta væri eitthvað fólk sem hann þekkti. En ég ætla rétt að vona að þetta sé ekki framtíðin í auglýsingum. Ég vona að ég þurfi ekki að lesa gestabækur með skilaboðum frá Bónus eða álíka. Bónus » 15. júní 2007 Heimasíða: http://www.bonus.is Staður: Ísland Skilaboð: Bónus ekkert bruðl. Nei, ég rétt vona að ég þurfi ekki að rekast á eitthvað svona.