Ég hef tvisvar gengið í svefni, ég veit að minnsta kosti ekki um fleiri skipti. Fyrra skiptið var þegar ég var ca. 8 ára. Ég labbaði út úr herberginu mínu, út úr íbúðinni og niður á næstu hæð og bankað upp á hjá vini mínum. Mamma hans kom til dyra og sagði að hann væri sofandi. Þá labbaði ég aftur upp til mín og fór að sofa. Ég átti heima í blokk þá. Seinna skiptið gerðist þegar ég var ca. 11 ára. Þá fór ég á klósettið og pissaði þar og svo aftur að sofa.