Ég hef húsverk tvisvar í viku - passa litlu systur mínar frá 19:30 - 21:00 á þriðjudögum, og svo ryksuga og skúra eldhúsið og anddyrið á fimmtudögum. Mér finnst ekki eins og það sé straffað mér. Ég þarf að borga fyrir mína hluti sjálfur, eins og ef mig langar í leik í Xboxið, eða ný föt. (Samt kemur sá peningur oftast frá fjölskyldunni) Ég fæ bara stundum einhverjar handahófskenndar upphæðir af peningum, en það skeður ekki oft. Ég hef heldur ekki neinn spes útivistartíma, en helst heima...