Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Flugnám

í Flug fyrir 17 árum, 11 mánuðum
Sæll, Það er vissulega rétt að það kosti 7-800 þúsund að læra einkaflugmanninn. En að læra að fljúga innifelur fleira í sér en bækur og flugtíma. Það bætist við headset og fleira, og heildarkostnaðurinn fer að lágmarki upp í milljónina. Stundum jafnvel aðeins hærra. Lágmarkskostnaðurinn 7-800 þúsund miðast aðeins við lágmarkstímana, sem fæstir útskrifast með. Kveðja,

Re: Hve marga tíma ertu með?

í Flug fyrir 18 árum, 3 mánuðum
610+ CPL/IR/FI

Re: Flugumferðastjórn

í Flug fyrir 18 árum, 5 mánuðum
Þú þarft að hafa samband við Flugmálastjórn Þegar og EF þau auglýsa eftir flugumferðarstjórnarnemum. Þá taka við inntökupróf. t.d. IQ test í tölvu, þú þarft að kunna Ensku vel, ferð í svokallað “stresspróf” o.fl. Af sirka 300 umsækjendum komast allajafna 10-15 manns alla leið, en af þeim fá samt bara 5-7 manns sæti í skólanum… Dáldið erfitt.. gangi þér allavega vel.

Re: Snilld

í Húmor fyrir 18 árum, 6 mánuðum
stór hákarlskjaftur í sjónum…

Re: Kostnaður flugnámsins

í Flug fyrir 18 árum, 7 mánuðum
námið mitt kostaði 5 millur, og tímasöfnunin eftir það kostaði 1,5 millur. (ég er með rétt rúmlega 500 tíma…)

Re: Skyli oskast

í Flug fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Ég held að flestir flugmenn vilji fá bílana úr fluggörðun… það vantar nú þegar pláss fyrir flugvélarnar, og ekki eins og við getum farið með þær út fyrir hlið og geymt þær í bílskúrnum heima, eins og hægt er með bílana…

Re: Skyli oskast

í Flug fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Good luck…

Re: Allir út með rifflana...

í Flug fyrir 18 árum, 7 mánuðum
Það er hægt að kaupa sér í flugklúbbi, og hafa þar með aðgang að fleiri en einni vél, en þá ber að passa sig á því að athuga vel ástand vélanna, hvort mikið sé eftir á mótor og hvað mánaðargjaldið er mikið. Getur verið mjög skemmtilegt að vera í klúbbi vegna félagsskapsins, og möguleiki á annarri vél ef ein bilar. Athuga samt hámarkstíma á ári. (sumir klúbbar hafa svoleiðis). Svo er líka hægt að kaupa sér hlut í vél. (sbr OII, EFF o.fl.) Kostur: Yfirleitt ekkert tímahámark, og yfirleitt...

Re: David Clark headphones til sölu

í Flug fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Tékkaðu á nemum hjá Flugskólanum… flestum vantar headset…

Re: 100LL&...??

í Flug fyrir 18 árum, 9 mánuðum
vá… ekkert smá hátt verð… hef reyndar ekki flogið minni vél síðan síðasta sumar, þannig að ég hef líklega verið með það verð í huga…

Re: 100LL&...??

í Flug fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Ja, ef þú ert að tala um Ísland, þá kostar bensínið sirka 75kr líterinn, en það eru engir flugvallarskattar á Íslandi (er samt ekki viss með keflavík ef þú ætlar að stoppa eitthvað þar). Hef ekki hugmynd um önnur lönd ef þú ert að spyrja um það…

Re: Fuglaflensa

í Heilsa fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Það er bara eitt sem mér finnst alveg hafa gleymst að minnast á í þessu tilfelli. Ok… allir tala um hættuna á því að fuglaflensan stökkbreytist og geti byrjað að smitast á milli manna… það er hættulegt eins og flestir hafa áttað sig á… (það að hún sé komin til Afríku eykur hættuna á þessari stökkbreytingu, vegna þess að landar þar hafa engin ráð við þessari flensu). Einnig langar mig að minnast á að fuglarnir sem drápust í danmörku, drápust víst ekki úr fuglaflensunni… Það sem hefur alveg...

Re: Flugtímar

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Persónulega hef ég flogið um allt land, en líka gert eitthvað skemmtilegt í þessu. Hef t.d. oft tekið fólk í útsýnisflug yfir Reykjavík og nágrenni, tekið flughrætt fólk í lengri ferðir til að venja þau við ókyrrð, og farið í nokkrar helgarferðir út á land. (Það er svakalega gaman). Hef farið lengri ferðir með viðkomu á ýmsum stöðum á leiðinni (t.d. Reykjavík, Akureyri, Herðubreiðalindir og til baka. Ætlaði hringinn en það kom þoka…) Um að gera að hafa þetta nógu fjölbreytt til að fá sem...

Re: Er til Beech A36 á Íslandi ?

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Já. Þú getur leitað á Google.

Re: Flugtímar

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
En bara svo að þú vitir, þá er oftast best að taka Atvinnuflugið fyrst, til að þú megir taka greiðslu fyrir flugstörf…

Re: Flugtímar

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það er mjög mismunandi hvernig “best” er að safna tímum. Þú getur keypt þér hlut í flugvél eða flugklúbbi. Þú getur keypt þér tíma hjá skóla á flugvélunum þeirra, en það er dáldið dýrara en hitt þegar fjöldi tíma er orðinn mikill. Þú getur farið til USA og safnað tímum þar. Það er mjög ódýrt ef þú flýgur mikið á stuttum tíma. Þú getur boðið þig fram í sjálfboða vinnu einhversstaðar, hef heyrt að það sé hægt að fá þannig vinnu við að fljúga slökkviliðsvélum í Kanada… Og svo getur þú tekið...

Re: Augun

í Flug fyrir 18 árum, 10 mánuðum
Það besta í málinu, er að fá símanúmer hjá Flugaugnlækninum, og spyrja hann bara. Færð númerið hjá flugmálastjórn. (veit samt ekki alveg hvort það sé á síðunni þeirra, alveg þess virði að athuga það).

Re: námskeið

í Flug fyrir 19 árum
Ég er ekki viss um kynningarfundi, en ef þú tekur kynnisflug, þá er flugnámið í þeim skóla kynnt fyrir þér. (Allavega einkaflugið). Annars er flugið bara tekið skref fyrir skref… maður byrjar á einkaflugi, tekur svo atvinnuflugið (sem er þá CPL, blindflugspróf), og svo bætast við nokkur námskeið eftir því hvar þú vilt vinna. Flestir sem vilja vinna við atvinnuflug þurfa að taka MCC (allavega ef þú vilt vinna hjá einhverju félagi á íslandi), og sumir taka svo flugkennaraáritun til að safna...

Re: Boeing 737

í Flug fyrir 19 árum
Úps, þetta átti að vera: það sem gefur flugvélinni jafnvægið, er stélið…

Re: Boeing 737

í Flug fyrir 19 árum
Ef þú ert að tala um stærðina á stélinu sjálfu, en ekki hæð yfir jörðu, þá er það líklega vegna þess að vélin er styttri en aðrar vélar… Það sem gefur flugvélinni er jafnvægið, og því lengra frá massamiðjunni sem það er, því meira jafnvægi. Ef vélin er hins vegar stutt, þarf stélið að vera stærra til að geta haldið vélinni í jafnvægi…

Re: Wheel of Time

í Bækur fyrir 19 árum
The Dragon Reborn er í rauninni galdramaður sem á að bjarga heiminum frá “the dark one”. Rand Al´Thor, er í rauninni Lews Therin Telamon endurfæddur, sem er hinn eini sanni Dreki. Lews Therin Telamon var í hópi 100 félaga sem lokuðu hinn illa inni í fangelsi fyrir mörgum öldum (eða einni… ekki mjög skýrt), og árás hins illa á móti mengaði kraftinn sem karlmennirnir nota. Lews Therin, og allir karlmennirnir í félagsskapnum hans urðu því geðveikir, og eyðilögðu allt og drápu alla í kringum...

Re: Flugnám

í Flug fyrir 19 árum
Það er kannski dáldið erfitt að tala um meðalaldur. Nemendur eru allt frá 15 ára aldrinum (stundum yngra), og upp í svona 28 ára. (einstaka sinnum eldra). Meðalaldurinn held ég samt að sé um tvítugt þegar verið er að byrja í einkafluginu.

Re: Staðir til að sofna á.

í Tilveran fyrir 19 árum
Sofnaði einu sinni í sturtu… var reyndar ennþá standandi þegar ég vaknaði aftur… skrýtin tilfinning.

Re: Tímasöfnun erlendis

í Flug fyrir 19 árum
ok. þá er búið að breyta þessu síðan ég lærði. Þegar ég tók verklega flugið, voru einu kröfurnar, að ég væri með þessa 200 tíma þegar ég tæki verklega prófið… ekki áður en ég byrjaði að læra…

Re: Tímasöfnun erlendis

í Flug fyrir 19 árum
Ég veit að einkaflug er einkaflug þó að það sé flogið á twin… bara smá misskilningur. Ætlunin hjá mér var að segja, að það væri lítill tilgangur að fara út meðan maður væri bara með einkaflugpróf…
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok