Það er ekki spurning um hversu gamall þú verður, það er hvernig þér líður þangað til þú geispar golunni. Ég kýs ekki að þurfa að reiða mig á öndunargræju eða vera alltaf inni á gafli hjá lækni. Ég hætti að reykja í október þegar ég var í hléi, í bíó. Ég var að drepast ú hálsbólgu og reykjandi síðustu sígarettuna í pakkanum hóstandi eins og fífl. Fór að hugsa… þverrandi þol, verðið!, vond lykt (common, hún er það) og heilsan ofan í ruslið. Og ávinningurinn? Léttari pyngja og verri heilsa!...