Í útlöndum, þaðan sem þessi afa-jólasveinn er ættaður, þá heitir hann Santa Clause. Það getur á engan hátt verið þýtt sem sveinn. En sveinarnir okkar eru “sveinar” af því að þetta voru bara ungir menn. Sveinn þarf ekki að vera svo ungur. Þannig að þessir gömlu eru alveg sveinar og ekkert athugavert við það, en þessi rauði er bara kallaður jólasveinn af því að þetta er nokkurn veginn sama persónan og þessir íslensku. Þar hefurðu það.