Um meðferð vopna gilda vopnalög nr. 16/1998. Um meðferð annarra vopna en skotvopna gilda reglur V. kafli laganna. Í 1. mgr. 30. gr. laganna kemur fram að vopnaburður á almannafæri er bannaður. Þó er heimilt að bera á sér bitvopn þar sem eðlilegt og sjálfsagt getur talist, svo sem við vinnu eða veiðar eða í öðrum tilvikum þegar engin hætta er því samfara. Samkvæmt 2. mgr. sömu greinar sömu laga er bannað að flytja til landsins, framleiða, eignast eða hafa í vörslum sínum, ýmis vopn t.d....