Það er einmitt lítil aðsókn og takmarkaður áhugi stórra styrktaraðila sem veldur þessari ákvörðun, en hún kemur sem reiðarslag fyrir bandarískar knattspyrnukonur, aðeins fimm dögum áður en þær hefja keppni í úrslitakeppni HM sem hefst einmitt í Bandaríkjunum á sunnudaginn. Nítján af tuttugu leikmönnum bandaríska landsliðsins, sem á heimsmeistaratitil að verja, léku í WUSA-deildinni í ár en þetta er eina atvinnudeild kvenna í heiminum og hún hefur laðað að sér flestar bestu knattspyrnukonur...