Ástralski kylfingurinn Adam Scott sigraði í PGA-mótinu sem lauk í Boston í Massachusetts í Bandaríkjunum í nótt. Hann lék lokahringinn á 66 höggum, eða 5 höggum undir pari. Hann lauk leik á samtals 264 höggum, eða 20 höggum undir pari, og hafði fjögurra högga forskot á Rocco Madiate, sem varð annar. Íslandsvinurinn Justin Rose varð þriðji. Þetta var fyrsti sigur Scotts, sem er aðeins 23 ára, á PGA-mótaröðinni. Hann lék frábærlega í mótinu og var með forystu frá öðrum hring er hann lék á 62...