Sælir. Ég er vef-forritari og forrita mest í ASP og er farinn að tileinka mér ASP.NET pakkann frá MS. Til að víkka aðeins sjóndeildarhringinn, sem er nauðsynlegt hverjum forritara, hef ég ákveðið að kíkja á önnur forritunarmál og varð JAVA fyrir valinu. Það sem mig vantar að vita er hvernig er best að byrja … hvernig byrjuðuð þið á JAVA? Getið þið bent mér á góðar síður fyrir byrjendur í þessu? Ég er búinn að downloada SDK fyrir win2k og er búinn að skrifa mitt fyrsta “Hello, World!” forrit...