Leikmyndin uppsett, aðgangseyrinn greiddur. Unnendur dauðans sestir, ekkert sæti laust. Tjaldið að tötrum, skildir leikaranna að flísum. Eggvopn í augnstað, útkoman er óviss en aðlinum er sama, svo lengi sem að sýningin færi þeim tímabundna skemmtun. Og hver hló ekki þegar hallti maðurinn missti hendurnar?