a og b eru tölustafir og gerum ráð fyrir að a>0 þá má tákna tveggja stafa tölu sem 10a+b og þversummu hennar sem a+b okkur er síðan sagt að reikna (10a+b)-(a+b) en (10a+b)-(a+b) = 10a-a+b-b = 9a sem sagt útkoman verður alltaf margfeldi af 9 þess vegna hafa tölurnar 9,18,27,…,81 öll sömu merki í töflunni og þetta merki er það sem birtist í kristalskúlunni.