Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Ripert
Ripert Notandi frá fornöld 388 stig

Trivia (10 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 6 mánuðum
Hvaða mynd?

Trivia (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Jæja, virðist enginn ætla að senda inn svo ég tek af skarið aftur. Hver er þessi viðkunnanlegi leikmaður?

Trivia (19 álit)

í Knattspyrna fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Einn besti leikmaðurinn sem hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni. Hvað heitir kappinn?

Man Utd vs. Arsenal (31 álit)

í Knattspyrna fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Fyrri hálfleikur búinn og vá hvað Eboue var lélegur, ólýsanlegt. Inná með Walcott!! Síðan er Adebayor alltaf að klúðra samskonar færi í hverjum einasta leik. Gerir alltaf það sama þegar hann fæ svoleiðis færi, þ.e. reynir alltaf að setja boltann í fjærhornið, hvar er eiginlega frumleikinn?? Bætt við 13. apríl 2008 - 17:32 Leikurinn búinn og 2-1 fyrir United. Kannski var það bara sanngjarnt. Arsenalmenn kláruðu bara ekki færin sín. Meira að segja reyndu United-menn að skora í eigið mark...

Enska undrið Theo Walcott (18 álit)

í Knattspyrna fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Tók leikmenn Liverpool hreinlega í kennslustund í fyrradag. Brunaði eins og nýr McLaren F1 frá eigin vítateig, framhjá fjórum ryðguðum Lödum og alla leið inn fyrir teig andstæðinga áður en hann renndi boltanum snyrtilega til Adebayors sem skoraði af öryggi. Ein besta rispan sem sést hefur í knattspyrnuleik fyrr og síðar.

Ashley Cole (35 álit)

í Knattspyrna fyrir 16 árum, 7 mánuðum
Tækling Ashley Cole á Alan Hutton leikmanni Tottenham. Cole sýndi einnig dómara leiksins, Mike Riley, óvirðingu í kjölfarið. Þrátt fyrir allt fékk hann aðeins áminningu sem er stórskrýtið. Mig minnir að FA hafi refsað Riley út af þessu. Er svo ekki bara rökrétt að Ashley Cole fái 3ja leikja bann alveg eins og Martin Taylor og Abou Diaby, skítt með gula spjaldið?

Klárið/botnið þetta (Leikur) (20 álit)

í Sorp fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Klukkan gengur berseksgang, …? ( Dæmi: …greinilega að virka. Svo saman verður þetta: Klukkan gengur berseksgang, greinilega að virka. ) Svo kemiði líka með nýja línu sem næsti manneskja á að botna. Notið rím og hljóðstafir sem mest. Ef þáttakan er góð verður þetta ljóð væntanlega birt í heild sinni á hugi.is/ljod. Skemmtið ykkur illa. Bætt við 27. mars 2008 - 00:50 *komiði

Jericho R.I.P. (5 álit)

í Spenna / Drama fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Fyrir þá sem eru eitthvað að fylgjast með Jericho þættirnar, þá samkvæmt frétt á Vísi.is hefur framleiðsla Jericho endanlega verið hætt. Ef mig minni rétt þá verður alsíðasti þátturinn sýndur í kvöld í Bandaríkjunum en Skjár einn er nýbyrjuð að sýna 2. seríuna. Njótið vel á meðan birgðir endast.

Heimska jörð? (3 álit)

í Húmor fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Já, jörðin er svo steikt að innan!

Dauðinn og heimurinn (20 álit)

í Heimspeki fyrir 16 árum, 8 mánuðum
Þegar ég dey verður heimurinn ekki lengur til. Þið verðið ekki lengur til. Þegar ég dey virkar heilinn minn ekki lengur og án hans get ég ekki skynjað umhverfið. Og ef ég get ekki skynjað, hvernig get ég þá vitað eða sannað að heimurinn verði áfram til? Auðvitað er fólk að deyja á hverjum degi einhvers staðar í heiminum en samt er ég hér til að skrifa þetta rugl? Ok, en málið er að þetta snýst um mig (þig). Þegar ég dey verður heimurinn kannski til frá ykkar sjónarhorni en þar sem við lifum...

Trivia (18 álit)

í Knattspyrna fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Ég ætla að brjóta blað í sögu myndatriviunnar og senda inn mynd af konu. Jafnrétti takk!

Eduardo illa meiddur (22 álit)

í Knattspyrna fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Þetta brot (leikbrot & fótbrot) var eitt það ljótasta sem ég hef séð í boltanum ever! Ferill Eduardos er núna í hættu og hann er aðeins 24 ára! Í það minnsta mun hann missa út leiktímabilið með Arsenal ásamt Evrópukeppninni með Króatíu, guð má vita hvað hann verður lengi frá! Hann brotnaði sko það illa og það á vinstri að ég á erfitt með að sjá hann koma jafngóður til baka :S Hér er grein frá Vísir.is um verstu meiðsli fótboltasögunnar. Eins og sést þá koma fólk sjaldan vel út úr svona lagað...

Uppfærsla á stýrikerfi (2 álit)

í Linux fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Hvernig er það þegar maður uppfærir stýrikerfi í Linux? Maður er kannski búinn að fínstilla útlitið og installa fullt af forritum á núverandi stýrikerfinu og sáttur með það, fær maður eitthvað að halda allt draslið eftir uppfærslu? Nú er ég að nota Ubuntu 7.10 en þar sem Ubuntu 8.04 kemur (væntanlega) út í apríl, finnst ykkur að það sé málið að skipta strax yfir í nýju útgáfuna? Eða ætti maður kannski að nota það aðeins lengur, t.d. þangað til það er ekki lengur supported (2009 hjá GG)?

Smells like teen spirit (16 álit)

í Knattspyrna fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Hvað heitir þessi munnvatnssniffari?

Eðlisfræði eða efnafræði? (62 álit)

í Vísindi fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Ég og vinur minn vorum að ræða um það hvort eftirfarandi brandari væri eðlisfræðilegur eða efnafræðilegur: http://www.ediblebrain.com/fwha/arrarr/thermo.htm Hann vill meina að þar sem brandarinn er um varmafræði, ein grein eðlisfræði, þá er brandarinn eðlisfræðilegur. En ég segi bara að brandarinn sé efnafærðilegur því í honum koma hugtök eins og exothermic, endothermic, rate of change, mole etc. sem eru náttúrulega grunnhugtök tengd efnaferlum, hugtök sem eru lífnauðsynlegra fyrir...

Gladiator (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Hver er kauði?

Uppáhaldsmatur (14 álit)

í Sorp fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Uppáhaldsmaturinn minn er svínalungu steikta í ólívufitu og boðin fram með brúnni kremúlaðisósu. Bætt við 20. febrúar 2008 - 01:51 *borin*

Flottur brandari (18 álit)

í Húmor fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Knock Knock

The sun is shining... (12 álit)

í Knattspyrna fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Vegna áskorunar kem ég hér með mjög frægan knattspyrnumann. Fyrstur kemur fyrstur fær.

Vandræði á imdb.com (33 álit)

í Kvikmyndir fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Þegar ég fer á imdb.com þá koma enga ljósmyndir, það skiptir ekki máli hvort ég noti Firefox eða IE. Í stað ljósmyndanna koma bara hvítir kassar með litlum rauðum krossum í. Ég hef prófað að hægri smella -> View Image (í Firefox) en þá kemur bara upp síða sem á stóð “400 Bad Request”. Hefur einhver lent í þessu? Vitiði hvað er að og hvað ég get gert til að laga þetta?

Hmmm... (14 álit)

í Knattspyrna fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Hvað heitir þessi ungi og efnilegi leikmaður? (Fullt nafn takk.)

Trivian heldur áfram!! (7 álit)

í Knattspyrna fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Þessi ætti að vera nokkuð auðveldur. Kem með erfiðara næst (þ.e. ef ég næ að svara rétt aftur).

Sushi verksmiðja á Íslandi (0 álit)

í Forsíða (gamla) fyrir 16 árum, 9 mánuðum
http://www.youtube.com/watch?v=YnuHYkb9qew

Ekki smá pæling (8 álit)

í Linux fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Sælir, mig langar svoldið að vita hvaða menntun Linux-fólkið hérna hefur. Eruð þið í grunnskóla, menntaskóla, háskóla eða annað? Hvað eruð/voruð þið að læra? Hvaðan kemur áhuginn á Linux? Er þetta allt fólk sem hefur snert forritun? Vona að þið getið gefið mér smá mynd af þessu samfélagi.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok