Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Rhamsez
Rhamsez Notandi frá fornöld 45 ára karlmaður
784 stig
kv.

Spáð í spilin (10 álit)

í Knattspyrna fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Jæja, það er orðið ansi langt síðan ég tjáði mig eitthvað á þessum vettvangi (svona ca. eitt ár) en það virðist vera orðið eitthvað erfiðara að safna stigum núna en þá fyrst ég hangi enn inni sem ofurhugi. En allavega þá langaði mig að spá aðeins í spilin fyrir komandi sparktíð enda ekki nema tæpar tvær vikur í fyrsta leik. Ætli það sé ekki best að byrja á að fjalla um Liverpool og þeirra möguleika (þar sem ég er nú einu sinni púllari :-)). Þeir eru búnir að bæta við sig nokkrum mönnum og...

5 titlar á 6 mánuðum, geri aðrir betur (16 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Liverpool vann í dag European Super Cup gegn Bayern Munchen. Riise(23), Heskey(45) og Owen(46) skoruðu fyrir LIVERPOOL en, Salihamidzic(57) og Jancker(82) minnkuðu muninn fyrir Bayern. Nú er Liverpool búið að vinna 5 “titla” á 6 mánuðum, og ef einhver man eftir annarri eins sigurgöngu á síðustu árum má hann endilega láta mig vita. Með Liverpool kveðju, Rhamsez

Búið að draga í Meistaradeildinni. (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 3 mánuðum
Núna rétt áðan var verið að draga í riðlakeppni meistaradeildiar Evrópu og eru riðlarnir svona: A riðill: Real Madrid - Roma - L. Moskva - Anderlecht B riðill: Liverpool - B. Dortmund - D. Kiev - Boavista C riðill: Arsenal - Mallorca - Schalke - Panathinaikos D riðill: Lazio - Galatasaray - PSV Eindhoven - Nantes E riðill: Juventus - Porto - Rosenborg - Celtic F riðill: Barcelona - Lyon - Leverkusen - Fenerbache G riðill: Man. Utd. - Deportivo La Coruna - Olympiakos - Lille H riðill: Bayern...

Smeichel aftur í enska boltann! (22 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Aston Villa hefur fengið til liðs við sig fyrrum manutd markvörðinn Peter Smeichel frá portúgalska liðinu Sporting Lisbon. Þetta verða að teljast nokkuð óvænt tíðindi enda hafði Smeichel lýst því sjálfur yfir að hann ætlaði aldrei aftur að spila í ensku deildinni. En hvað sem því líður þá hafa Villa menn fengið þarna mjög góðan markvörð til að leysa David James af hólmi sem í gær gekk til liðs við West Ham.

smáfréttir af Félagaskiptum, meiðslum o.fl. (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 4 mánuðum
Enski landsliðsmaðurinn Gareth Southgate sem hefur undanfarið ár ítrekað lýst því yfir að hann vilji fara frá Aston Villa hefur loks látið verða af því og gengið í raðir Middlesbrough. Kaupverðið er 6,5 milljónir punda og talið er að Southgate fái um 30þús pund á í vikulaun. Og meira af félagaskiptum því Southampton hefur keypt miðjumanninn Rory Delap frá Derby fyrir 4 milljónir punda sem gerir hann að dýrasta leikmanni liðsins frá upphafi. Óvíst er að nýjasta stjarnan á Highbury, Sol...

bréf úr sumarbúðunum (á ensku) (3 álit)

í Húmor fyrir 23 árum, 6 mánuðum
Dear Mom, Our scoutmaster told us all write to our parents in case you saw the flood on TV and worried. We are OK. Only two of our tents and four sleeping bags got washed away. Luckily, none of us got drowned because we were all up on the mountain looking for Jeff when it happened. Oh yes, please call Jeff's mother and tell her he is OK. He can't write because of the cast. I got to ride in one of the search & rescue jeeps. It was neat. We never would have found him in the dark if it hadn't...

Grasið stendur fyrir sínu (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 10 mánuðum
Mikið hefur verið sent inn af greinum sem eru teknar beint af slúðurvefnum gras.is og mest af því verið um kaup og sölur einstakra leikmanna. Stjórnendur vefsins tóku nýlega saman í einn lista allar þær kaup-/sölu fréttir sem birtust á vefnum árið 2000. Af 114 fréttum frá þeim reyndust aðeins 19 innihalda smá sannleikskorn sem telst nú ekki vera mjög góður árangur. Sem dæmi um áreiðanleikann hjá þeim eru hér fréttir um Rio Ferdinand: 21/4 - Rio Ferdinand er á leiðinni til Leeds. Hugsanlega í...

Æ, Ó, ekki aftur! (16 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Það er eiginlega tvennt sem ég ætla að tala um sem fellur undir þessa fyrirsögn. Í fyrsta lagi þá er það könnunin, hvað eru búnar að koma margar kannanir þar sem spurt er “með hvaða liði heldur þú?”, “hvaða lið er best?” “hvaða lið vinnur deildina?” o.s.frv. Er ekki komið nóg af þessu? Ég er hlynntur því að hver sem er geti sennt inn könnun en það þarf að vera eitthvað smá quality control til að stigagræðgin fái ekki að ráða hérna ríkjum. Hitt atriðið sem ég vildi ræða um er tap Liverpool...

Keane á leið til Englands? (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Inter Milan hefur samþykkt 12 milljón punda tilboð frá Chelsea í Robbie Keane. Keane á þó eftir að samþykkja söluna og það þykir ekkert öruggt að hann eigi eftir að gera það. Keane neitaði í gær samningi við West Ham en Inter hafði samþykkt 10 milljón punda tilboð liðsins í Keane. Sjálfur hefur Keane lýst því yfir að hann vilji vera áfram á Ítalíu og berjast fyrir sæti sínu í liði Inter en þó kann svo að fara að hann láti freistast af tilboði Chelsea þar sem hann hefur lítið fengið að...

Pele og Maradona knattspyrnumenn aldarinnar (8 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Pele og Diego Armando Maradona voru í gær útnefndir Knattspyrnumenn aldarinnar af FIFA. Upphaflega átti bara að velja einn Knatspyrnumann en þegar kom í ljós að áhugamenn og knattspyrnufrömuðir voru ekki á sama máli var ákveðið að veita tvenn verðlaun. Maradona var valinn í kosningu á heimasíðu FIFA á netinu, sem upprunalega átti að vera eina kosningin, og fékk þar 53,6% atkvæða en Pele aðeins 18%. Þar sem Maradona þótti ekki nógu góð fyrirmynd fyrir ungviðið í knattspyrnunni m.a. vegna...

Zidane Bestur (11 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Frakkinn Zinedine Zidane var í gær útnefndur besti knattspyrnumaður heims af FIFA. Zidane, sem einnig var valinn bestur árið 1998, er aðeins annar knattspyrnumaðurinn sem nær því að fá þessa viðurkenningu tvisvar en hinn er Ronaldo (1996 og 1997). Það voru 150 landsliðsþjálfarar sem sáu um valið og fékk Zidane 370 stig, Louis Figo varð annar með 329 og Rivaldo þriðji með 263. Flestir, þar á meðal ég, áttu von á að Zidane hefði gert vonir sínar að engu þegar hann lét reka sig útaf í tveimur...

Meira um vegaframkvæmdir. (6 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Mig langar mikið til að vita hverjir sjá um breikkunina á miklubraut frá Kringlumýrabraut að Grensásvegi. Ég keyri þessa leið ekki oft sjálfur, sit bara í strætó og hugsa um eitthvað allt annað en akstur, en mér brá all verulega í brún þegar ég átti leið þarna um um daginn. Hvaða gáfumenni datt í hug að setja S-beygju á miðja miklubrautina, og það ekki bara eina heldur tvær? Þessar fáránlegu beygjur, sem nota bene hafa ekki verið þarna fyrr, eru stórhættulegar og í þessi 3 skipti sem ég hef...

Meira af vandræðagemlingum! (9 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Neil Ruddock, sem gengur undir viðurnefninu “Razor” Ruddock hjá stuðningsmönnum Crystal Palace hefur nú verið sektaður um 100 pund af aganefnd FA en þó ekki fyrir grófan leik eða kjaftbrúk. Ruddock hefur nefnilega verið sektaður fyrir að spila leik með Palace með Razor aftan á búning sínum í staðinn fyrir Ruddock. Aganefnd FA þótti þetta ekki sniðugt og sagðist ekki geta leyft mönnum að leika með viðurnefni sitt á búningunum. Annar vandræðagemlingur, Guðjón Þórðarson, hefur verið dæmdur í 3...

Spá fyrir helgina! (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 11 mánuðum
Eftir tvær frekar daprar spár þar sem mér tókst aðeins að spá fyrir um rétt úrslit í tveimur leikjum hvora helgi fór loksins eitthvað að ganga og ég náði 7 réttum um síðustu helgi. Ég ætla að halda ótrauður áfram og hér er spá mín fyrir næstu umferð. Arsenal - Newcastle: 2-1 Arsenal verður að vinna heimaleikina ætli þeir sér að halda sér í toppbaráttunni. Eftir frekar slakt gengi undanfarið tókst Arsenal loks að vinna í síðasta leik og ég held að Highbury sé bara of sterkur heimavöllur til...

Tekur Erikson við í Mars? (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 12 mánuðum
Allt útlit er nú fyrir að Sven Goran Erikson fái leyfi frá Lazio til að stjórna enska landsliðinu í leikjunum við Finna á Anfield og Albaníu í Tirana. Talsmaður FA sagði að þó Erikson sé samningsbundinn við Lazio fram í Júlí þá hafi FA og Cragnotti komist að samkomulagi um að hann fái frí í kringum landsleikina til að stjórna enska landsliðinu. Því er einnig haldið fram að takist Lazio ekki að vinna Leeds í Meistaradeildinni á þriðjudaginn verði Erikson leystur undan samningi sínum hjá Lazio...

Skoðanakannanir! (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 12 mánuðum
Hvernig væri nú að leyfa könnununum sem koma að vera uppi í a.m.k. 3-4 daga? Ég er einn af þeim sem vill endilega fá að vita með hverjum fólkið hérna heldur í enska boltanum. Nú er sú könnun búin að koma tvisvar og í bæði skiptin hafa í kringum 50 manns svarað henni áður en einhver sendir inn nýja könnun, 1-2 dögum seinna. Aðrar kannanir hafa verið að fá í kringum 170 svör svo það eru augljóslega fleiri en 50 manns sem hafa einhverja skoðun hérna. Það að við notendurnir getum sent inn...

Stoke steinlá gegn Liverpool (5 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 12 mánuðum
Það fór eins og flesta grunaði að Liverpool ynni nokkuð auðveldan sigur á Stoke á Brittania leikvanginum í gær. Ég held samt að engann hafi grunað að um þvílíkt burst yrði að ræða. Leikurinn endaði 8-0 og sá Stoke aldrei til sólar ef undanskildar eru fyrstu 20 mínútur hvors hálfleiks. Peter Thorne var þó nálægt því að koma Stoke yfir strax í byrjun þegar hann náði boltanum af Peggy Arphexad eftir slæm mistök hans en einhvernveginn tókst honum að skjóta í stöng fyrir opnu marki. Liverpool...

Arsenal menn í vandræðum. (12 álit)

í Knattspyrna fyrir 23 árum, 12 mánuðum
Tveir leikmenn Arsenal, Robert Pires og Patrick Vieira, eiga yfir höfði sér ákæru frá FA eftir atvik í og eftir leik liðsins við Leeds um síðustu helgi. Pires á að hafa snappað og ráðist að David O'Leary og kallað hann öllum illum nöfnum eftir að O'Leary svaraði einhverjum ummælum hans með því að gefa honum fingurkoss og segja við hann “au revoir”. Félagi Pires hjá arsenal, Thierry Henry, átti fullt í fangi með að draga hann frá O'Leary og var Pires svo fúll að hann sparkaði í glerhurð á...

Úrslit deildarinnar ráðin? (15 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Svo virðist sem ManU sé að stinga af í deildinni í ár og eins og gengi annarra liða hefur verið undanfarið sé ég ekkert lið gera atlögu að þeim á toppnum. Þeir sigruðu með metmun, 18 stigum meira en næsta lið, í vor og svo virðist sem þeir geti bætt þetta met í ár án þess að hafa neitt fyrir því. Þetta er virkilega slæmt fyrir ensku deildina og leiðinlegt fyrir aðdáendur annarra liða sem myndu frekar vilja hafa aðeins meiri spennu í deildinni. Þau lið sem ég átti von á að gerðu atlögu að...

Ferdinand til Leeds. (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Varnarmaðurinn Rio Ferdinand gengur að öllum líkindum á morgun til liðs við Leeds frá West Ham fyrir litlar 18 milljónir punda. Ferdinand og Leeds náðu í morgun samkomulagi um kaup og kjör og það eina sem nú getur komið í veg fyrir félagaskiptin er að hann standist ekki læknisskoðun. Ef af sölunni verður verður Ferdinand dýrasti varnarmaður heims og dýrasti leikmaður Bretlandseyja. West Ham er þegar farið að leita að arftaka hans og er Rigobert Song, leikmaður Liverpool, efstur á...

Helgin framundan. (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Spá mín fyrir síðustu helgi gekk vægast sagt illa eftir, 2 rétt úrslit og engar réttar tölur! Það þýðir samt ekkert að leggja árar í bát og ég held því ótrauður áfram að spá í leiki deildarinnar og hér á eftir fylgir spá mín fyrir næstu umferð. Everton 2-1 Chelsea Chelsea gengur bara ekkert á útivelli á meðan Everton er að gera ágæta hluti á heimavelli. Bæði lið ná að skora en sigur Everton verður þo öruggari en tölurnar gefa til kynna. Charlton 3-2 Sunderland Charlton hefur komið á óvart og...

Spá fyrir helgina (0 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Spá mín fyrir leiki helgarinnar: Man.City 1-3 Man.Utd ManU er í a.m.k. 2 gæðaflokkum fyrir ofan city og þó svo að það skipti ekki alltaf máli í leikjum sem þessum þá er ManU á það góðri siglingu að þeir ættu að vinna þennan leik nokkuð örugglega. Everton 1-2 Arsenal Þó Everton sé ávallt erfitt heim að sækja þá held ég að Arsenal verði of góðir fyrir þá í þessum leik. Vopnabúrið hikstaði aðeins í síðasta leik og það kemur ekki fyrir tvo leiki í röð hjá liði eins og Arsenal. Leeds 2-0 West Ham...

It's In The Genes (0 álit)

í Húmor fyrir 24 árum
An older gentleman was standing at a bus stop, observing a young man with spiked hair colored orange, green, and blue. After a few moments, the young man noticed him staring and said, “What's the matter, old man, haven't you ever done anything wild?” The old man smiled and said, “Well, yes. I once had sex with a parrot, and I was wondering if you might be my son.”

Byrjunarlið Englendinga gegn Ítölum. (11 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Ef ekki kemur til frekari meiðsla í landsliðshópi Englendinga verður byrjunarlið þeirra gegn Ítölum svona: James G Neville, Ferdinand, Southgate, Barry, Parlour Beckham(fyrirliði), Butt, Dyer Heskey, Barmby Að mínu mati er þetta ekki sterkasta lið englendinga og skrýtið að Taylor skuli velja Barmby í sóknina í stað Fowlers eða Phillips og að hann skuli velja að hafa Nicky Butt í byrjunarliðinu.

Sheringham leikmaður októbermánaðar (4 álit)

í Knattspyrna fyrir 24 árum
Teddy Sheringham var í dag útnefndur leikmaður októbermánaðar. Sheringham skoraði 5 mörk í fjórum leikjum í mánuðinum og hann er sagður eins og gott vín, verða bara betri með aldrinum! Arsene Wenger var útnefndur knattspyrnustjóri mánaðarins enda vann Arsenal alla leiki sína í mánuðinum og þar á meðal Manchester United.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok