Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Greindarpróf

í Tilveran fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Af persónulegri reynslu og hafandi farið í alvöru greindarpróf þá held ég að ég geti fullyrt að allt sem þú finnur á netinu er ekki viðurkennd greindarpróf. Kveðja, Boltinn.

Re: Svartar verur

í Smásögur fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Fjandinn drengur, vel skrifað en rosalega ertu svartur í sinni. Vona þín vegna að þetta sé ekki raunveruleg upplifun. Kveðja, Boltinn.

Re: alltaf verið að væla um hringtorg.

í Tilveran fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Ekkert mál. Vildi bara bæta við að það er algjörlega bannað að skipta um akrein um leið og ekið er út úr hringtorgi. Við sjáum það allt of oft að fólk ekur eins og drukkið við þessar aðstæður. Kemur af hægri akrein og veður beint inn í innri hring og þumbast svo úr innri hring beint yfir á hægri akreinina sem er fyrir ytri hringinn. Það verður að aka nokkrar bíllengdir eftir að komið er úr innri hring og skipta síðan yfir á hægri akreinina. Kveðja, Boltinn. (Rosalegt fræðslustuð er á mínum)

Re: alltaf verið að væla um hringtorg.

í Tilveran fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Eftirmáli, ekki var ég fyrr búinn að senda þetta þegar ég tók eftir einni villu “og ferð strax út úr torginu” átti það að vera. Kveðja, Boltinn.

Re: alltaf verið að væla um hringtorg.

í Tilveran fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Komið þið sæl krakkar mínir, þegar ég tók bílpróf fyrir 30 árum (sigh!) þá giltu einfaldar reglur sem ég hef ekki heyrt um að hafi breyst. Þær eru eftirfarandi: “ Ef þú ætlar að fara fram hjá fleirum en einu ”exiti“ eins og þið kallið það þá færir þú þig á vinstri akrein áður en komið er að hringtorgi og ekur í innri hring. Ef þú aftur á móti ætlar strax út úr hrintorginu við næsta ”exit“ þá heldur þú þig á hægri akrein og ekur í ytri hring og ferð strax út í torginu.” Áttið ykkur á því að...

Re: Gallar frjálshyggjunnar

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Bara að lokum. Ég var tryggður og það bjargaði mér og fjölskyldu minni frá gjaldþroti. En það skilur það enginn fyrr en hann lendir í að heilsan er ekki keypt fyrir öll heimsins auðæfi. Og eins og ég sagði áðan þá hef ég aldrei þurft að þiggja neinar bætur frá hinu opinbera þó ég sé búinn að borga nokkuð margar milljónirnar í skatta og gjöld á ævinni. Góða nótt og verið góð við hvert annað því þú veist aldrei hvenær þú þarft á aðstoð að halda og þá er gott að vera búinn að gefa eitthvað af...

Re: Gallar frjálshyggjunnar

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Að sjálfsögðu er enginn að meina þér að hafa skoðanir. Þú mátt ekki fara svona í vörn. Eina sem ég er að benda þér á sem 47 ára gamall maður og faðir fjögurra yndislegra barna er að þú mættir að mínu áliti vera svolítið minna stífur á meiningunni því það hefur mér vitanlega enginn höndlað allan “sannleikann” í mannlegum samskiptum. Hluti af þroskaferli hvers manns er að læra að taka tillit til skoðana annarra þó manni virðist þær oft á tíðum vera vitlausar þegar þær eru sagðar. Þú getur...

Re: Gallar frjálshyggjunnar

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Vinsamleg ábending til þín Skuggi litli “besservisser” (það er einstaklingur sem alltaf telur sig vita best). Það er til kínverskt máltæki sem segir: “Það er betra að þegja og vera talinn heimskur en opna munninn og taka af allan vafa”. Viltu ekki gera sjálfum þér þann greiða að tala varlegar þangað til þú ert búinn að fá reynslu af því að takast á við lífið í eigin húsnæði og með eigin fjölskyldu þar sem þú þarft að greiða allt sjálfur. Það er voða einfalt kúturinn minn að rífa kjaft ofan í...

Re: Stutt spá um ensku deildina

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Smá uppfærsla, ég er og er búinn að vera United maður í um 40 ár og er alveg sáttur við þeirra árangur. Það sem manni lærist með tímanum er að gengi liða er misjafnt eftir tímaskeiðum. Það koma hjá flestum liðum tímabil þar sem gengur vel og síðan verða breytingar á liðskipan eða eitthvað annað og þá fatast þeim flugið. Ég er alveg rólegur með gengi minna manna því ég veit nákvæmlega hvernig deildin fer, “ hún endar eins og hún endar ” Hó hó. Kannski er að koma annað gott tímabil hjá...

Re: Stutt spá um ensku deildina

í Knattspyrna fyrir 19 árum, 3 mánuðum
Svona til gamans þá vil ég benda ykkur vinsamlegast á þá staðreynd að það hefur aldrei verið hægt að tala við Poolara um knattspyrnu. Þeir eru fastir á tímabilinu 1980 - 1990 móral þegar Liverpool “voru” frábærir og unnu allt sem hægt var að vinna. Ekki ætla ég að taka það af þeim en þeir mættu alveg fara að átta sig á því að var fyrir 15 árum. Með kveðju, Boltinn

Re: Voðalega líður sumum illa.

í Tilveran fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Þú þarft stífa sálfræðimeðferð ef þú gengur um “hetjan” með (ekki nema 5 vinum) og lemur alla sem fara í taugarnar á þér drengur. Kveðja, Boltinn

Re: Dagur kynvillinganna.

í Djammið fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Bið afsökunar á kunnáttuleysi mínu í að setja inn tilvitnanir og svoleiðis. Kannski einhver bendi mér að leiðbeiningar með þessari síðu svo ég geti nú verið voða pró í þessu öllu saman. Með kveðju, Boltinn.

Re: Dagur kynvillinganna.

í Djammið fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Segðu mér, er það “niðurlægjandi” að kalla hvítt hvítt og svart svart? Gott máltæki segir “Sannleikanum verður hver sárreiðastur”. Læt mig þetta varða sem faðir fjögurra barna og að mér stendur ekki á sama á hvaða leið siðferðið er í þessu þjóðfélagi. [quOg afhverju sættir þú þig ekki bara við að hlutirnir séu á ákveðinn hátt og það er ekkert sem þú gerir eða segir sem breitir því?ote] Er þetta þín hugmynd um “frelsi” að ef ég er ekki sammála þeim sem hæst hafa að þá eigi ég bara að þegja?...

Re: Dagur kynvillinganna.

í Djammið fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Takk fyrir ábendinguna um greinaskilin. En það er nú einu sinni svo að þegar maður byrjar að pikka þá vill stíllinn gleymast þó ég leggi mikla áherslu á réttritun. Með kveðju, Boltinn.

Re: Dagur kynvillinganna.

í Djammið fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Þér er fyrirgefið góði minn. Sem betur fer erum við öll mannleg og gerum mistök. Með kveðju, Boltinn.

Re: Dagur kynvillinganna.

í Djammið fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ósköp finnst mér það bera vott um lítinn þroska að notfæra sér aðstöðu sína sem stjórnandi og eyða svari mínu við athugasemdum þínum. Segðu mér bara blálkalt ef þessi síða er eingöngu fyrir ungt reynslulaust fólk sem hefur sömu skoðun á öllum hlutum. Sé svo þá skaltu bara eyða mér alveg út hér því ég nenni ekki að eyða tíma mínum í að reyna að hafa skoðanaskipti við svoleiðis fólk. Með kveðju, Boltinn.

Re: Dagur kynvillinganna.

í Djammið fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Skal útskýra betur hvað ég meina. Hef ekkert á móti kynlífi áður en fólk giftist. Kynlíf er yndisleg athöfn tveggja einstaklinga af gagnstæðu kyni en þegar engar tilfinningar eru í spilinu eða að fólk þekkir kannski ekki nafnið á bólfélaganum þá er það mín skoðun að viðkomandi sé að nota líkamann á sér til þess að annaðhvort að hressa upp á lélegt sjálfsmat eða að flýja einhverja vanlíðan af öðrum toga. Menn eins og ég sem hafa verið með sömu konunni árum saman vita að kynlífið verður...

Re: Af hverju er ekki kosið rétt??

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Verð að benda þér á Herra Mannvonska að þeir sem verða fyrir því óláni að verða öryrkjar vegna veikinda eða slysa hafa oftast verið í fullu starfi sem launþegar eða atvinnurekendur og hafa borgað skatta og gjöld árum saman. Þeir eiga því heimtingu á því að fá “laun” þegar þeir geta ekki unnið lengur því það er þá bara verið að endurgreiða þeim það framlag sem þeir hafa lagt til þjóðfélagsins árum saman. Ég verð samt að segja sem 45% öryrki sem hefur unnið alla tíð fulla vinnu og ekki þegið...

Re: Innflutningur á lággjaldaverkafólki

í Deiglan fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Fín grein og tímabær umræða. Það er alltaf eins með blessað reynslulausa unga fólkið sem er búið að eyða þriðjungi ævinnar í skóla og krefst þess svo að lögmálið um framboð og eftirspurn gildi um launamál þegar það sækir um vinnu sem því hentar. Af hverju komast fyrirtæki upp með það að flytja hér inn hundruðir af verkafólki á smánarlaunum miðað við íslenskan veruleika. Hvers vegna gildir áðurgreint lögmál þá ekki? Ef það vantar fólk þá á fyrirtækið að þurfa að bjóða mannsæmandi laun miðað...

Re: Björn Sigurðsson og www.dopsalar.tk

í Deiglan fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Það er lágmark Anon að ef þú ætlar að vera með svona hneykslistón á aðferðum annarra að þú í sömu grein geri þá ekki nákvæmlega sama hlutinn með því að vera að vísa í persónuleg mál þessa manns eins og fjármál og heimilisaðstæður sem engin veit hvað þú ert kunnugur. Að vissu leiti get ég verið sammála sumu sem kemur fram en þú gerðir illilega í buxurnar þegar þú byrjaðir á ofangreindu. Hvernig má það vera að þú vitir svona mikið um heimilisaðstæður og fjármál hans og í hinu orðinu þykist þú...

Re: Strákar eru tilfinningalausir!

í Rómantík fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Þú kannski skilur þá hvernig 70% fyrrverandi eiginmanna líður í dag því það eru tölulegar staðreyndir og tala ég af reynslu að það eru 70% eiginkvenna sem biðja um skilnað í dag. Þó ég geti verið sammála um að svona hagi maður sér ekki þá skaltu reyna að setja þig í spor karlmanns sem fær svona tilkynningu einn góðan veðurdag eftir kannski 20 ára hjónaband og viðkomandi fær ekki uppgefna neina ástæðu. Þar er kannski fórnað fjölskyldu, börnum og öllu fyrir einhverjar dillur sem grípur ykkur...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok