Lesendum breska tónlistarblaðsins Q hafa valið plötuna Nevermind með Nirvana bestu plötu allra tíma. Bítlarnir, sem venjulega hafa einokað lista af þessu tagi, láta nú undan síga því plata þeirra, Revolver, var aðeins í þriðja sæti. Platan OK Computer með Radiohead var í 2. sæti og þeir áttu einnig plötuna í 4. sæti, The Bends. Á lista yfir 100 bestu plöturnar var platan Elvis Presley, sem kom út 1956, en hún var í 83. sæti. Aðeins 11 listamenn á listanum eru konur. Þar af komst Madonna hæst...